Víkurfréttir - 27.04.2022, Blaðsíða 4
Rétturinn
Ljúengur
heimilismatur
í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is á timarit.is
Barna- og ungmennahátíð í
Reykjanesbæ 28. apríl - 8. maí
Það má með sanni segja að BAUNin
hafi slegið rækilega í gegn í fyrra
þegar bærinn fylltist af krökkum
og foreldrum þeirra sem flökkuðu á
milli staða með BAUNabréf í hönd og
tóku þátt í alls konar verkefnum og
söfnuðu um leið stimplum í BAUNa-
bréfið sitt.
Fylgist með á Visit Reykjanesbær
Á fimmtudag 28. apríl hefst BAUN,
barna- og ungmennahátíð í Reykja-
nesbæ árið 2022 en BAUN er
skammstöfun fyrir barn annars
vegar og ungmenni hins vegar.
BAUN hefur einnig táknræna merk-
ingu þar sem baunir eru fræ sem
með réttri næringu og góðu atlæti
springa út og breiða úr sér. Þannig er
barna- og ungmennahátíð frjósamur
jarðvegur fyrir börnin okkar og gefur
þeim tækifæri til að rækta hæfileika
sína og blómstra.
Allar upplýsingar um dagskrá
BAUNar og einstaka viðburði
verður að finna á nýrri vefsíðu Visit
Reykjanesbær undir Viðburðir og
einnig má fylgjast með gangi mála
á facebooksíðunni Baun, barna- og
ungmennahátíð.
BAUNabréfið
Nú í vikunni verður öllum leikskóla-
börnum og grunnskólabörnum upp
í 7.bekk afhent glænýtt BAUNabréf.
Tilgangur bréfsins er að hvetja börn
og fjölskyldur til að fara á kreik og
taka þátt í ýmsum skemmtilegum
verkefnum og svara spurningum eða
safna stimplum í bréfið sitt. Þegar
ákveðinn fjöldi verkefna hefur verið
leystur er hægt að skila inn laus-
nasíðu úr BAUNabréfinu og þá eiga
börnin möguleika á að vera dregin úr
potti og vinna til veglegra verðlauna.
Dagskrá
Fjölmargt spennandi er á dagskrá
BAUNar í ár. Má þar nefna Lista-
hátíð barna í Duus Safnahúsum þar
sem gefur að líta listsköpun barna
frá leikskóla og upp í framhaldsskóla.
Hæfileikahátíð grunnskólanna fer
fram í Stapa þar sem úrvalsatriði
frá árshátíðum grunnskólanna eru
sýnd og í ár verður þeim líka streymt
samtímis í alla skóla bæjarins. Sér-
stakt Skessuskokk fer fram, nokkrar
spennandi listasmiðjur verða opnar
m.a. BAUNasmiðja í Duus Safna-
húsum þar sem börn geta búið til
sína eigin baun, BMX-brós verða
með námskeið og sýningu við
fjallahjólabraut á Ásbrú, Slökkvi-
liðssýningin í Ramma verður opin,
sundlaugarpartý verður haldið í
Sundmiðstöðinni, hægt verður að
líta inn í Stekkjarkot, fara í þrauta-
braut í Íþróttaakademíunni, næla
sér í lummur hjá Skessunni og Fjólu
tröllastelpu, kíkja á Múmínálfana
á Bókasafninu, leita að baunum í
Rokksafninu og þannig mætti áfram
telja. Þá standa Fjörheimar fyrir
flottri dagskrá fyrir börn, ungmenni
og fjölskyldur þeirra.
Þátttaka fyrirtækja
Nokkur flott fyrirtæki hér í bæ leggja
sitt af mörkum til BAUNarinnar en
markmiðið er auðvitað að allir sem
koma að börnum og fjölskyldum á
einhvern máta í Reykjanesbæ geti
sameinast undir merkjum BAUNar
og tekið þátt í að gera gott samfélag
enn betra. Þannig má t.d. nefna að
LIBARY Bistro/bar stendur nú fyrir
skemmtilegri sögusmiðju alla há-
tíðina ásamt sérstakri myndskreyt-
ingasmiðju og ýmis önnur fyrirtæki
bjóða upp á sérstök tilboð/við-
burði tengda hátíðinni svo sem eins
og barnabröns á KEF restaurant,
tilboð í Skóbúðinni, Lyfju og Apó-
teki Reykjaness á ákveðnum vörum
tengdum börnum. Það er von að-
standenda hátíðarinnar að það fjölgi
jafnt og þétt í þessum hópi.
Frekari upplýsingar um tilboð og
sérstaka viðburði verða birtar á vef-
síðunni Visit Reykjanesbær undir
Viðburðir.
Allir með!
Samkaup hlutu menntaverðlaun
atvinnulífsins 2022, en verðlaunin
voru afhent á Menntadegi atvinnu-
lífsins í Hörpu 25. apríl. Gunnur Líf
Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri
mannauðssviðs Samkaupa, og
Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri
Samkaupa, tóku í sameiningu við
verðlaununum. Menntaverðlaun
atvinnulífsins eru veitt árlega því
fyrirtæki sem þykir skara fram úr í
fræðslu- og menntamálum en þetta
er í níunda sinn sem verðlaunin eru
veitt.
Í þakkarræðu sinni sagði Gunnar
Egill, forstjóri Samkaupa, fyrirtækið
hafa markað sér þá sýn árið 2019 að
ná samkeppnisforskoti á grundvelli
mannauðs og fyrirtækjamenningar.
Samkaup vilji verða besta verslunar-
fyrirtækið til að vinna hjá. Mörg
verkefni hafi verið sett af stað til
að ná þessu markmiði, þar á meðal
var sett fram heildstæð áætlun í
menntamálum. Farið var í sam-
starf við Verslunarskóla Íslands um
stafræna viðskiptalínu og fagnám
á sviði verslunar og þjónustu. Þá
býðst starfsfólki fyrirtækisins nú að
gangast undir raunfærnimat til að fá
reynslu sína metna til leiðtoganáms
á háskólastigi, sem Samkaup hafa
þróað í samvinnu við Háskólann
á Bifröst. Fyrsti hópurinn mun út-
skrifast úr leiðtoganáminu í maí
næstkomandi.
Gunnar Egill segir að með auk-
inni sjálfvirknivæðingu í verslun
hafi þörf fyrir þjálfun og menntun
starfsfólks aukist. Með því að gefa
starfsfólki Samkaupa tækifæri til að
stunda nám samhliða vinnu opnist
á tækifæri fyrir það til frekari starfs-
þróunar. Gunnar sagðist ennfremur
taka við verðlaununum fyrir hönd
alls verslunarfólks á Íslandi og að
Samkaup hyggist halda áfram að
auka veg og virðingu verslunarstarfa
á Íslandi.
Gunnur Líf segir að viðurkenn-
ingin sé mikil hvatning en Samkaup
trúi því að aukin hæfni og þekking
skili sér í sterkari liðsheild og betri
árangri fyrir fyrirtækið. Með því að
bjóða starfsfólki upp á fjölbreyttar
námsleiðir sé markmiðið að breyta
afgreiðslustörfum í sérfræðistörf til
framtíðar sem komi á móti fækkun
starfa vegna sjálfvirknivæðingar.
Í rökstuðningi dómnefndar segir:
„Ljóst er að Samkaup leggur mikinn
metnað í vera eftirsóknarverður
vinnustaður með markvissri upp-
byggingu starfsfólks þar sem lögð er
áhersla á tækifæri þess til að eflast
og þroskast bæði persónulega og
í starfi. Mjög jákvætt er að sjá þá
áherslu sem lögð er á fjölbreyttar
menntaleiðir innan fyrirtækisins
sem ná til breiðs hóps starfsfólks
sem einnig miðlar þekkingunni á
milli vinnustöðva innan fyrirtæk-
isins.“
Samkaup reka yfir 60 verslanir
víðsvegar um landið og hjá fyrir-
tækinu starfa rúmlega 1.400 manns
í um 640 stöðugildum.
Samkaup fá menntaverðlaun atvinnulífsins 2022:
Verðlaunuð fyrir að bjóða starfs-
fólki fjölbreytt starfstengt nám
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, Gunnur Líf Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Í tilefni af forvarnarviku gegn einelti sem var í FS þá unnu nemendur í textíl til góðs. Þeir saumuðu og
seldu fjölnota taupoka til styrktar Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum.
Þorvarður Guðmundson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar ræddi við nemendur um starfsemina og markmið
hennar, en Fjölsmiðjan gegnir mikilvægu hlutverki þegar þörf er á virkniúrræðum fyrir ungt fólk.
Þorvarður sagði við afhendinguna að styrkurinn færi í að kosta næstu skemmtiferð nemanna í Fjöl-
smiðjunni.
NEMENDUR FS STYRKJA FJÖLSMIÐJUNA
TJÓNASKOÐUN
BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR
BÍLRÚÐUSKIPTI/VIÐGERÐIR
INNSTILLING Á ÖRYGGISBÚNAÐI
MYNDAVÉL OG FJARLÆGÐARRADAR
Bolafæti 3 – Njarðvík
Sími 421 4117
bilbot@simnet.is
4 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM