Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.2022, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 27.04.2022, Blaðsíða 16
Mundi Auðmýkt! Er það þegar þú ert með fullt af Íslandsbankaseðlum undir koddanum? Þöggun eða mafía? Ég er hugsi yfir þjóðfélaginu sem við búum við í dag. Er í þessum töluðu að hlusta á fjármálaráðherrann rífa kjaft (afsakið orðbragðið) í út- varpinu. Auðmýktin farin. Eða hefur kannski aldrei verið til staðar. Engum er um að kenna að „hann“ ákvað að selja Íslandsbanka til vina, banka sem þjóðin fékk gefins að hans sögn. Gefins? Er hann að tala um þegar skattgreiðendur landsins gengu til ábyrgðar í hruninu? Þegar spillingin kom upp á yfirborðið og við borgarar þessa lands héldum að loksins gætum við grafið spill- inguna í eitt skipti fyrir öll og byrjað upp á nýtt. Þvílíkt bull. Og já ég veit að sjálfsögðu að hrunið á uppruna sinn í alheimskrísu í fjármálakerfinu. En fjármálaráðherrann segir að allt varðandi sölu bankans hafi verið gert eftir kúnstarinnar reglum, en leggur á sama tíma niður Bankasýslu ríkisins. Hm?! Það væri nú fullkominn heimur ef sala Íslandsbanka væri stærsta vandamálið sem þjóðin stendur frammi fyrir. Mál sem ætti frekar heima hjá „hlutlausum“ rannsókn- araðilum en yfirtekur þess í stað umræður og fókus Alþingis eins og raun ber vitni. En skoðum aðeins stóru málin. Heilbrigðiskerfið er í rúst, félagslega kerfið illa í stakk búið til að halda utan um aldraða, ör- yrkja og aðra minnihlutahópa en þau hverfa í skuggann á skandölum ríkis- stjórnarinnar eins og ofangreint mál ber vitni. Hvað erum við t.d. búin að tala lengi um ástand spítalanna? Hér erum við ekki eingöngu að tala um Landsspítalann. Allar sjúkrastofn- anir landsins eru sveltar. Skortur á tækjum og starfsfólki, húsnæði ónýtt og svo mætti lengi telja. Horfði um daginn fréttaskýringaþáttinn Kveik sem fjallaði um frásögn konu sem örkumlaðist við fæðingu dóttur sinnar. Var búin að kalla eftir hjálp nánast alla meðgönguna, ekkert var á hana hlustað sem endaði í því að hún var látin fæða ofvaxið barn. Enginn þeirra sem var viðstaddur fæðinguna, læknar, ljósmæður og hjúkrunarfræðingar „muna eftir“ fæðingunni en konan er búin að standa í málarekstri við spítalann frá árinu 2016. Hér er ég ekki að áfellast spítalann eða allt frábæra heil- brigðisstarfsfólkið okkar. Við vitum hvert vandamálið er. Aðstæður starfsfólksins er til skammar fyrir „ríku“ þjóðina okkar Ísland en það verður að þagga það niður. Hversu lengi eigum við að „ræða“ heilbrigðis- málin áður en við sjáum eitthvað gert? Ég hef sjálf verið aðstandandi sjúklinga í erfiðum aðstæðum og ekki er mín eigin reynsla til þess að mála myndina bjartari litum. Sama er uppi á teningnum varð- andi málefni fatlaðra. Í dag á ég í samtölum við þá sem stýra þessum málum í mínum gamla heimabæ, Reykjanesbæ. Ég ætla ekki að tíunda það hér en þetta er ekki í fyrsta skipti og án efa ekki í það síðasta sem maður upplifir að hvorki sé á mann hlustað né að nokkuð sé að gert til að koma þessum málum í betri farveg. Ég spyr mig reglulega að því hvernig málum þeirra sé háttað sem engan eiga að, fyrir þá sem standa einir og geta ekki barist fyrir eigin rétt- indum. Pælið aðeins í stöðu þeirra. Barnaverndarmál landsins eru svo enn annar málaflokkurinn sem ég hélt að væru komin á betri stað eftir að við fengum sérskipaðan barna- málaráðherra í Ásmundi Einari. Margt hefur jú gerst síðan hann tók við embætti og ég dáist að hugrekki hans, metnaði og dugnaði. En betur má ef duga skal. Skólar landsins eru margir hverjir ekki að vinna eftir lögum og reglum mennta- og barna- málaráðuneytis og fylgja ekki barna- verndarlögum. Er t.d. eitthvað eftirlit með innra starfi skólanna í þessum málum eða eru þau bara þögguð niður? Höfum við ekkert lært í gegnum tíðina, ætlum við bara að stinga hausnum í sandinn og halda áfram að loka augunum fyrir öllum þeim vandamálum sem börn standa frammi fyrir? Já, þau eru ansi mörg vandamálin í íslensku þjóðfélagi í dag. Endalaus drulla sem kraumar undir yfirborðinu, þannig að öll um- ræða um sölu Íslandsbanka hverfur í skuggann þegar maður horfir á heildarmyndina. Persónulega finnst mér lítið hafa þokast í ofangreindum málum síðastliðna áratugi, þrátt fyrir allt sem komið hefur upp á yfirborðið þökk sé rannsóknarblaða- mennsku, opnari umræðu um per- sónuleg vandamál og aðgengilegri vettvangi til þess að koma þeim á framfæri. Ætlum við að halda áfram „þögguninni“ og stækka mafíuna Ís- land eða ætlum við að horfast í augu við vandamálin af alvöru og tala um þau eins og þau eru til þess mögu- lega að reyna að byggja upp þjóð- félag sem við getum verið stolt af að búa í? LO KAO RÐ INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR Félagar úr Lionsklúbbi Njarðvíkur og Kiwanisklúbbnum Keili heimsóttu Reykjalund á mánudag. Erindið var að afhenda tvö rafhjól sem klúbbarnir fjármögnuðu kaup á og eru rafhjólin ætluð fyrir skjólstæðinga Reykja- lundar. Við þetta tækifæri var farið yfir hversu mikilvægt er fyrir Reykja- lund að hafa afnot af svona hjólum sem hluta af endurhæfingu fyrir sjúklinga sína. Lionsklúbbur Njarðvíkur og Kiwanis- klúbburinn Keilir vilja nota tækifærið og þakka starfsfólki Reykjalundar fyrir höfðinglegar móttökur og ánægjulega heimsókn. Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri í blíðskaparveðri. Á myndinni eru fulltrúar Lionsklúbbs Njarðvíkur og Kiwanisklúbbsins Keilis ásamt stjórnendum Reykjalundar. Kiwanisklúbburinn Keilir og Lionsklúbbur Njarðvíkur gáfu rafhjól á Reykjalund 1. sæti Valgerður Björk Pálsdóttir Halda áfram uppbyggingu nýrra leikskóla, bæta starfsaðstæður í leikskólum & fjölga valmöguleikum foreldra eftir fæðingarorlof. Talsvert magn af frosnum fiski rann úr flutningabíl við hringtorgið á mótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu í Keflavík á mánudag. Aðili frá flutn- ingaþjónustu sem á flutningabílinn sagði að líklega hefði ökumaður tekið of skarpa beygju með þeim afleiðingum að frosinn fiskur í pakkningum rann úr flutningabílnum og út fyrir veg. All nokkrir komu að því að tína fiskinn aftur í bílinn. Frosinn fiskur rann úr flutningabíl

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.