Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.2022, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 27.04.2022, Blaðsíða 11
Stemmningsmaður T ónfundur Tónlistarskóla Grindavíkur fór fram húsa- kynnum skólans fimmtu- daginn 7. apríl. Fjölmargir ungir og nokkrir eldri nemendur komu fram og var fjölbreytni tón- listarinnar í fyrirrúmi, allt frá söng yfir í Sellóleik. Guðjón Magnússon, einn kennara skólans en hann kennir á fiðlu, selló, gítar og píanó, sagði að undir- búningur hafi staðið lengi yfir og var ánægður með frammistöðu nemenda. Mikla athygli vakti frum- flutningur á lagi fiðluleikarans Mán- eyjar Stellu Gunnarsdóttur sem er í 6. bekk, á þrettánda aldursári, en hún er nýlega byrjuð að læra á fiðlu. Skátafélagið Heiðabúar fagnaði sumri eins og það hefur gert í sjötíu ár með skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta. Gengið var frá skátaheim- ilinu í Keflavík hefðbundinn hring um bæinn og endaði í Keflavíkur- kirkju þar sem gengið var til skáta- messu. Skátarnir eru þó ekki einir í þessari árlegu göngu sem hefur ekki verið farin í heimsfaraldri því lög- regluþjónar og lögreglubíll fara í far- arbroddi og lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilar alla leiðina og setur ómissandi svip á gönguna. ALLT FRÁ SÖNG YFIR Í SELLÓLEIK Bergsveinn Ellertsson.Eiríkur og Einar Sævarssynir. Máney Stella Gunnarsdóttir. Jafnaðarmenn plokk- uðu í Reykjanesbæ Heiðabúar opnuðu sumarið með árlegri skrúðgöngu Páll Ketilsson pket@vf.is Hefð er fyrir því að jafnaðarmenn í Reykjanesbæ komi saman og hreinsi/ plokki valin svæði í bænum eins og t.d. Fitjarnar og Vatnsholtið. Síðasta sunnudag komu frambjóðendur S-listans í Reykjanesbæ saman í Njarðvíkurskógum og plokkuðu með aðstoðarfólki sínu og og grilluðu pylsur á eftir. Afrakstur dagsins voru tíu svartir ruslapokar, bútur af gervigrasi og púströr. FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.