Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.2022, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 27.04.2022, Blaðsíða 6
Nánast hnöttóttur birtingur Styrmir Gauti Fjeldsted, formaður Fluguveiðifélags Suðurnesja, segir frá nýstofnuðu veiðifélagi. Flugu veiðifé lag Suður nesja var stofnað í mars og mættu fimm tíu stofn fé lagar til stofnfundarins. Á fundinum var kosið til for manns og stjórn ar og er Styrm ir Fjeld sted fyrsti formaður félagsins, með hon um í fyrstu stjórn sitja Al freð Elías son, Aníta Cart er, Brynj ar Þór Guðna son, Bjarki Már Viðars son, Mar el Ragn ars son og Trausti Arn- gríms son. Víkurfréttir heyrðu í formanni fé- lagsins en aðalfundur verður haldinn 9. maí næstkomandi og bindur Styrmir vonir við að sjá félagsmenn þá komna í 150 manns. Styrmir segist alltaf hafa verið fár- veikur fyrir veiði. „Ég man eftir mér fjögurra, fimm ára gömlum að veiða í Danmörku en ég bjó þar á þeim tíma. Svo eftir að ég flutti heim fór ég mikið með afa að veiða. Allar úti- legur fjölskyldunnar snerust um að tjalda við eitthvað vatn.“ Styrmir lék með Njarðvík í fótbolt- anum og það tók sinn tíma. „Já, ég var alltaf í fótboltanum í Njarðvík en árið 2018 sleit ég liðband og reif lið- þófa. Þarna þurfti ég að hætta í fót- boltanum en það hafði ekkert verið á stefnuskránni hjá mér. Hins vegar fór ég að hafa meiri tíma þegar fót- boltinn var ekki lengur inni í dæminu og þá þurfti ég að finna mér eitthvað að gera.“ Styrmir dembdi sér á fullu í flugu- veiðina og sú della hefur nú leitt hann ásamt fleirum í að stofna veiði- félag, Fluguveiðifélag Suðurnesja – en hvernig félag er það? Byrjað frá grunni „Þetta er hugsað sem félagsstarf fyrst og fremst – alla vega svona í byrjun. Við sjáum fyrir okkur að vera með einhver veiðisvæði í framtíðinni en það er ekki draumasýnin að verða einhverjir stórir veiðileyfasalar. Það væri gaman að vera með eitthvað svona „svæðið okkar“ en það verður ekki lögð nein ofuráhersla á það að sanka að sér veiðisvæðum,“ segir Styrmir um nýja félagið en rúmlega hundrað manns sýndu því strax áhuga að ganga í félagið. Félagið er ekki komin með nein svæði í leigu, er það? „Nei en það er samt hugmyndin að geta boðið félögum upp á veiðileyfi á betra verði og að geta komist á svæði sem þeir hafa kannski ekki haft að- gang að áður. Þá er hugmyndin að geta verið með kynningarkvöld fyrir þau svæði sem félagið kemur til með að selja veiðileyfi á. Það munar miklu að renna ekki alveg blint í sjóinn þegar maður fer að veiða á nýju svæði.“ Styrmir segir að fræðslukvöld, kastkennsla, hnýtingarkvöld og fleira í þeim dúr séu á döfinni. „Það væri mjög gaman ef hægt væri að búa til einhverju fluguhnýt- ingarmenningu. Stofna hóp sem hittist reglulega til að hnýta, það gefur manni mikið yfir veturinn. Ég þekki það vel sjálfur.“ Fluguveiðifélag Suðurnesja er með Facebook-síðu og þar eru upplýs- ingar um félagsskapinn. Hvert er uppáhaldsveiðisvæði formannsins og hefurðu ekki ein- hverja veiðisögu að lokum? „Ég er alltaf tilbúinn að prófa ný svæði en það hefur ekkert svæði náð að festa mig alveg nema Sogið. Ég hef veitt mikið í Soginu og það er minn staður. Veiðisögu segirðu, það myndi kannski vera birtingur sem ég tók í Soginu í fyrra. Við Alfreð [Elíasson] vorum að veiða neðarlega í Soginu og hann hafði veitt þarna áður og lét mér eftir besta blettinn. Svo var hann einhvers staðar neðar að veiða þegar ég fékk þetta svakalega högg og flugan var tekin. Ég byrjaði að kalla á Fredda til að koma og aðstoða mig við að landa fisknum en hann heyrði ekki neitt. Þegar hann stökk sá ég að þetta var enginn smá bolti og ég reyndi að kalla aftur á Fredda. Hann heyrði loks til mín en var þá búinn að vaða eitthvað út í ánna, það er ekkert grín að vaða þarna í Soginu út af straumþunga svo það tók hann tíma að koma. Ég var að slást við hann í tíu mínútur og alltaf að kalla á Fredda til að hjálpa mér að landa honum. Svo þegar hann loksins kom var ég búinn að landa honum, rúmlega 60 cm, alveg silfraður og nánast hnöttóttur sjóbirtingur.“ Styttist í strandveiðitímabilið Apríl að verða búinn og framundan er því maímánuður og strandveiði- tímabilið mun hefjast. Allur línu- bátaflotinn hefur verið við veiðar utan við Grindavík núna í enda apríl og undanfarin ár hefur það verið merki um að vertíðin sé að verða búin. Því að flotinn hefur verið við Grindavík fram í u.þ.b. miðjan maí og síðan fara bátarnir í burtu hver af öðrum. Vekur þetta nokkra athygli að allir línubátarnir séu utan við Grindavík en enginn utan við Sandgerði, þó svo að stóru línu- bátarnir frá Snæfellsnesinu sem og Grindavík hafa verið þar að veiðum. Reyndar nú kannski einn skiljan- legur munur, að það er að sigling á miðin út frá Grindavík er lítil og sumir eru á veiðum svo til beint utan við innsiglinguna til Grinda- víkur. Ef við lítum á síðustu daga þá er t.d. Hafrafell SU með 44 tonn í fjórum róðrum, Sandfell SU 41,7 tonn í fjórum róðrum, Kristján HF 20 tonn í tveimur róðrum, Ein- hamarsbátarnir lönduðu líka en afli var ekki kominn inn þegar að þessi pistill var skrifaður, þeir lönduðu í Sandgerði þar á undan og þá var Auður Vésteins SU t.d. með 23,6 tonn í þremur róðrum og Gísli Súrsson GK 54 tonn í fimm róðrum. Háey I ÞH 19 tonn í einum róðri en í síðasta pistli var fjallað um þennan bát því að Gullvagnin frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur flotsetti bátinn eftir að hann var smíðaður í Mosfellsbæ. Frá Bolungarvík eru komnir tveir bátar, Jónína Brynja ÍS 27 tonn í þremur og Fríða Dagmar ÍS með 29 tonn í þremur róðrum. Strandveiðitímabilið mun hefjast 1. maí næstkomandi og mun þá ansi mikill floti af handfærabátum fara á sjóinn til handfæraveiða – og reyndar þá hafa ekki margir bátar verið á strandveiðum frá Suður- nesjunum. Þeir bátar sem hafa verið á færa- veiðum frá Suðurnesjum hafa að mestu reynt sig við ufsann og verið þá á veiðum við Eldey, í raun er fyrsti báturinn byrjaður á þeim veiðum. Sá bátur heitir Magrét SU 4, eikarbátur og einn af ör- fáum eikarbátum sem eru gerðir út hérna á landinu. Margrét SU var smíðaður á Fáskrúðsfirði árið 1976 og hét lengst af Sæþór SU og var þá gerður út frá Eskifirði, var með því nafni til ársins 1993 og því með því nafni í tæp átján ár. Útgerðarfélagið Háeyri gerir út bátinn og þeir gera líka út Ragnar Alfreðs GK sem hefur undanfarin ár verið með aflahæstu handfæra- bátunum sem veiða ufsa. Margrét SU hefur síðan árið 2008 einungis verið gerður út á handfæri og Háeyri eignast bátinn árið 2013. Árið 2021 endaði bát- urinn þó í 48. sæti yfir ísland miðað við færabátanna með 51 tonna afla og mest sjö tonn í róðri. Þá hóf báturinn reyndar að veiða í júní 2021 en núna í ár hefur bát- urinn hafið veiðar og er því mun fyrr á ferðinni og verður fróðlegt að sjá hvort Margrét SU nái hærra en 48 sætið yfir handfærabátana fyrir árið 2022. aFlaFrÉttir á SuðurNESJuM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Aníta Carter situr í stjórn félagsins. Hér er hún með afrakstur frá flugu- hnýtingarkvöldi félagsins þar sem kennd voru undirstöðuatriði fluguhnýtinga. Alfreð Elíasson, veiðifélagi Styrmis og einn stofnfélaga Fluguveiðifélags Suður- nesja, hér með einn vænan af Iðunni. Störf hjá Reykjanesbæ Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum heimasíðu Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Aspardalur – búsetuúrræði fyrir fatlaða Fræðslusvið - Kennsluráðgjafi Fræðslusvið - Sálfræðingur Garðyrkjudeild – Sumarstörf Heiðarsel - Deildarstjóri Heiðarskóli – Umsjónarmaður fasteigna Hljómahöll - Starfsmaður í tímavinnu Njarðvíkurskóli/sérdeildin Ösp - Starfsmenn skóla Stapaskóli - Starfsmenn skóla Velferðarsvið - Stuðningsfjölskyldur Starf við liðveislu Formaðurinn með hnöttótta birtinginn úr Soginu. 6 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.