Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.2022, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 27.04.2022, Blaðsíða 8
Tveir atvinnulausir flugmenn, ungt par frá Suðurnesjum og ung hjón, kokkar frá Spáni, sem kynntust á Flateyri í heimsfaraldri hafa opnað veitingastað á Garðskaga. Staðurinn heitir El Faro á spænsku eða „Vitinn“ og á að vísa til staðsetningar hans en hann er innan veggja Lighthouse Inn hótelsins við Garðskaga. Sama ástríða Ungu pörin eru þau Jenný María Unnarsdóttir úr Keflavík og Garð- maðurinn Viktor Gíslason og spænsku hjónin heita Álvaro Andrés Fernandez og Inma Verdú Sánches. Hún er frá Alicante og hann frá Bilbao á Spáni og þau lærðu mat- reiðslu í Baskalandi. „Við hittumst um sumarið á Flat- eyri þar sem við unnum saman á spænskum veitingastað og urðum virkilega góðir vinir eftir ævintýra- lega gönguferð yfir Hornstrandir. Mjög fljótlega komumst við að því að við deildum sömu ástríðu eins og ævintýrum, náttúrunni og auðvitað matarást,“ segir Jenný þegar hún er spurð út í samstarf þeirra vina. Á Flateyri komust þau að því að þau gætu uppfyllt draum þeirra allra sem var að opna eigin veitingastað. Eftir pælingar og spjall við fjölskyldu Viktors sem eru eigendur hótelsins í Garðinum varð sú hugmynd ofan á að fara í byggingaframkvæmdir fyrir veitingastaðinn. „Við vorum til í að byggja en ekki reka veitingastaðinn. Þau voru til í það og úr varð að við skelltum okkur í framkvæmdir sem hafa staðið yfir síðustu mánuði. Við erum auðvitað mjög ánægð að fá veitingastað á hót- elið sem gerir það enn eftirsóknar- verðara,“ segir Gísli Heiðarsson, einn eigenda Lighthouse Inn en það var opnað árið 2017. Stopp í fluginu Flugaparið Jenný og Viktor missti at- vinnuna í heimsfaraldri en Jenný var rétt rúmlega tvítug þegar hún hóf störf sem flugmaður hjá Ice-landair og Viktor unnusti hennar átti víst starf sem flugmaður hjá félaginu rétt áður en heimsfaraldur skall á. „Við vorum búin að sækja um fullt af störfum í kjölfar atvinnu- missisins en ekkert gekk. Úr varð að við ákváðum að fara í nám í Lýð- heilsuskólann á Flateyri en á veit- ingastaðnum Vagninum þar í bær kynntumst við Spánverjunum,“ segir Jenný en hún og Viktor unn- usti hennar munu til að byrja með vera á fullu í rekstri staðarins með vinum sínum. Ritstjóri Víkurfrétta fékk að smakka á nokkrum réttum El Faro sem eru spænsk-íslenskir. Mat- reiðslan er spænsk, þ.e. með suð- rænu ívafi en hráefnið er íslenskt. Smakkaður var þorskur og hæg eldaðar nautakinnar sem voru ljúf- fengir réttir en líka fleira gott, m.a. mjög góðir Tapas réttir sem eru vin- sælir á Spáni. Óhætt er að segja að El Faro (vitinn) eigi alla möguleika á því að „skína“ skært í veitingastaðaflóru Reykjaness. Eftir að ljósin slokknuðu á Veitingahúsinu Vitanum í Sand- gerði fyrir ekki svo löngu síðan er El Faro eini veitingastaðurinn í Suður- nesjabæ. Vinskapur á Flateyri Saga vinanna frá Suðurnesjum og Spáni er mjög áhugaverð og við vildum fá að vita aðeins meira um hana. Jenný jánkar því og segir okkur söguna hvernig þetta gerðist allt og þetta nýja ævintýri þeirra, að reka saman veitingastað. El Faro er nýr spænskur veitingastaður á Lighthouse Inn hótelinu við Garðskaga. Ung pör frá Garði og Spáni kynntust á Flateyri og í gönguferð um Hornstrandir varð til hugmynd að nýjum veitingastað í Suðurnesjabæ. Nýr viti á Garðskaga Við eyddum þessum dögum á Hornströndum saman og sáum enn betur hversu vel við unnum saman sem lið. Í ferðinni ræddum við saman um heima og geima og fæddist þá hugmyndin um El Faro. Inma Verdú Sánches, Álvaro Andrés Fernandez, Viktor og Jenný María á El Faro. Vinirnir saman í göngu á Hornströndum. Northern Light hótelið við Garðskaga. Veitingastaðurinn fremst til vinstri. 8 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.