Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.2022, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 27.04.2022, Blaðsíða 12
Hringtengjum Suðurnesin – með göngu- og hjólastígum Eysteinn Eyjólfsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar og formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Uppbygging göngu- og hjólastíga í Reykjanesbæ hefur verið á dagskrá frá 2014 og því verið sinnt eins og fjár- hagur bæjarins hefur leyft hverju sinni. Betri fjárhagsstaða bæjarins – þökk sé ábyrgri fjármálastjórn undanfarin átta árin – hefur gert það verkum að hægt hefur verið að setja stóraukinn kraft í uppbygginguna undanfarin ár. Eldri göngustígar í bænum hafa verið uppfærðir í heilsustíga, mal- bikaðir, breikkaðir, upplýstir og settir hafa verið niður bekkir meðfram þeim með reglulegu millibili og nýir heilsu- stígar hafa verið gerðir víða um bæinn. Búið er að loka heilsustígahringjum í Keflavík og Ytri-Njarðvík og hringur- inn í Innri-Njarðvík lokast þegar Dals- hverfi 3 byggist upp en framkvæmdir eru langt komnar við gatnagerð þar. Þá eru að hefjst framkvæmdir á Ásbrú við upplýstan heilsustíg sem tengjast mun stígakerfinu sem fyrir er og liggja í gegnum íbúabyggðina á Ásbrú að Háa- leitisskóla. Tengjum við Leiruna Áður höfðum við tengt Reykjanesbæ við Leifsstöð með hjóla- og göngu- stíg upp af Vesturgötunni og gert náttúrustíga, þjappaða malarstíga, í Vatnsholtinu, í Njarðvíkurskógum og á Fitjum. Samhliða þessu hafa gang- stéttir og stígar í Dalshverfum 1 og 2 í Innri-Njarðvík verið byggðar upp jafnt og þétt undanfarin ár – og var kominn tími til. Stígagerð er fyrirhuguð í Höfnum og í náinni framtíð þarf að tengja Hafnirnar við hin hverfi bæjarins með hjóla- og göngustíg ásamt því að tengja við Suðurnesjabæ út í Garð. Hjóla- og göngustígur út í Garð væri mikilvæg tenging við Leiruna og myndi vera gerður í samvinnu við Vegagerðina og Suðurnesjabæ, sem búinn er að setja stíginn inn í aðalskipulagið sitt. Stígurinn út í Hafnir yrði einnig fyrsti áfanginn á hjóla- og göngustíg alla leið út á Reykjanestá og þaðan gætum við tengt okkur við stígakerfi Grindvíkinga sem komið er að golfvellinum að Húsa- tóftum. Tengjum við Seltjörn Reykjanesbær hefur fengið vilyrði frá Vegagerðinni um þátttöku í kostnaði við göngu- og hjólastíg sem tengja myndi Dalshverfi 3, nýjasta hverfið austast í bænum, við útivistarperl- una okkar í Sólbrekkum við Seltjörn. Stigurinn í Sólbrekkur gæti komið í beinu framhaldi af Strandleiðinni eftir Stapagötu – gömlu þjóðleiðinni – og yfir Vogastapann að Reykjanesbæjarmerk- inu, undir Reykjanesbrautina og niður í Sólbrekkur og svo áfram til tengingar við stíg sem Grindvíkingar hafa lagt. Verið er að hanna þennan stíg og vil- yrði er komið fyrir framlagi frá Vega- gerðinnni eins og áður segir. Seltjörn og Sólbrekkur eru vax- andi útivistarperlur. Náttúrustígur með bekkjum hefur verið lagður í kringum Seltjörn, verið er að gera bíl- stæði og vonandi rís þar bálskýli með útikennslustofu og umhverfisvænum salernum í sumar eins Skógræktarfé- lag Suðurnesja stefnir að með aðstoð Reykjanesbæjar. Þá eru væntingar um að samstarf Reykjanesbæjar við Bláa lónið glæði Seltjörn nýju lífi í náinni framtíð. Með stígnum að Seltjörn værum við búin að tengja Reykjanesbæ og Grinda- vík með hjóla- og göngustígum og ná með því mikilvægum áfanga í hring- tengingu á Suðurnesjum. Slík hring- tenging kæmi ekki aðeins okkur Suð- urnesjamönnum til góða heldur væri ekki síður mikilvæg til þess að auð- velda ferðamönnum að njóta okkar stórkostlega svæðis hjólandi eða gang- andi. Ég vona að sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum haldi áfram uppbygg- ingu göngu- og hjólastíga – við í Sam- fylkingunni og óháðum í Reykjanesbæ munum setja stígagerðina á oddinn áfram eins og undanfarin ár. Má bjóða þér í skipulagsrölt um Innri-Njarðvík 3. maí? Mér finnst fátt skemmtilegra en spjalla um bæinn okkar og hef verið að bjóða íbúum með mér í skipulagsrölt og spjall. Næsta skipulagsröltið verður um Innri-Njarðvík þriðjudagskvöldið 3. maí og lagt verður af stað frá Víkinga- heimum kl. 19:30. Allir eru velkomnir í röltið sem áætlað er að taki um tvær klukkustundir. Íþróttastórveldið Reykjanesbær! Alexander Ragnarsson, skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Hörð barátta og mikill rígur á milli íþróttafélaga er rótgróin hefð í Reykja- nesbæ enda félögin Njarðvík og Kefla- vík fornir fjendur sem fulltrúar sveit- arfélaganna tveggja fyrir sameiningu. Sögulegur árangur þessara félaga er eftirtektarverður. Með sameiningu sveitarfélaganna þriggja; Hafna, Keflavíkur og Njarð- víkur, varð sú breyting á að þessir fornu fjendur eru saman undir Íþrótta- bandalagi Reykjanesbæjar (ÍRB) ásamt öðrum íþróttafélögum í bænum. Við, sem bjóðum okkur fram til starfa fyrir Reykjanesbæ, gegnum því hlutverki að verja og bæta hag allra íþróttagreina og félaga innan ÍRB og þar má gera betur. Innan íþróttahreyfingarinnar eru gerðar ríkar kröfur til fagmenntunar þjálfara, ábyrgrar stjórnunar í félög- unum og deildum innan þeirra. Við sjálfstæðismenn ætlum að tryggja fjöl- breytt framboð íþróttagreina þannig að flestir geti stundað grein við sitt hæfi, bæði ungir og aldnir. Aðstöðuleysi Í Reykjanesbæ hefur alltaf ríkt mikill metnaður til að skara fram úr og gerir enn. Við höfum bara ekki þá aðstöðu sem til þarf til að geta verið á þeim stalli sem við viljum vera. Í dag er að- staða íþróttahreyfingarinnar engan veginn nálægt því að geta þjónað þörfum hennar. Þetta þekkja iðkendur og starfsfólk félaganna best. Við sjálfstæðismenn munum, ef við fáum til þess umboð í komandi kosn- ingum, hefja viðræður við alla hagað- ila innan ÍRB um uppbyggingu íþrótta- mannvirkja og í framhaldi setja fram skýra forgangsröðun um þá uppbygg- ingu og tímasettan aðgerðalista í góðu samstarfi við hagaðila. Einnig höfum við sjálfstæðismenn komið fram með þá hugmynd að bjóða lóð undir þjóðarleikvang í sveitarfélag- inu. Þjóðarleikvangur í bænum hefði mikil og jákvæð áhrif á áhuga fólks á íþróttum almennt. Sú hugmynd okkar hefur fengið mjög góðar viðtökur. Það gerist ekkert af sjálfu sér! Mannvirkin eru eitt og innra starf hreyfingarinnar er annað og ekki síður mikilvægt. Án öflugs innra starfs getur íþróttahreyfingin ekki sinnt því mikil- væga hlutverki sem hún gegnir. Það þarf mikinn fjölda öflugs fólks í vinnu við hvern leik, fjáröflun og aðra við- burði. Í dag er nánast eingöngu treyst á sjálfboðaliða til að sinna þessu innra starfi í hreyfingunni. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að manna verk- efnin með þeim hætti og kröfur til stjórnenda í íþróttahreyfingunni því alltaf að aukast. Við munum því auka stuðning við íþróttahreyfinguna og tryggja henni fleiri stöðugildi. Mann- auðurinn; iðkendur, starfsfólk og sjálf- boðaliðar í íþróttahreyfingunni, er fjárfesting til framtíðar fyrir Reykja- nesbæ og mun skila sér margfalt til baka í betra samfélagi. Íþróttahreyf- ingin á alltaf undir högg að sækja þegar kemur að útdeilingu fjármuna og þessu ætlum við Sjálfstæðismenn að breyta. Aðeins þannig verðum við í Reykja- nesbæ áfram stórveldi í íþróttum. Við boðum breytingar. Starf eða áhugamál? Birna Ósk Óskarsdóttir, er í 11. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ. Ég velti stundum fyrir mér hvort starf mitt sé eitt af áhugamálum mínum. Í mörg ár hef ég starfað með börnum, ég hef unnið í frístundaskóla, félags- miðstöð og í leik- og grunnskóla bæði sem stuðningur og umsjónarkennari. Ég elska að vinna með börnum og það má segja að velferð þeirra sé eitt af mínum áhugamálum. Hlustum á unga fólkið Það er mitt hjartans mál að öllum börnum líði vel og að hver einstakl- ingur geti verið besta útgáfan af sjálfum sér. Hvernig getum við stutt við börn til að það geti raungerst? Jú, með því að styrkja þau í að vera þau sjálf og mæta þeim eins og þau eru! Hættum að setja alla í einhverja kassa, horfum út fyrir boxið og leitum fjölbreyttra leiða til þess að leyfa öllum blómstra. Við erum ekki bara með eina tegund af blómum í blóma- beðum. Í blómabeði eru mörg ólík blóm sem þurfa ólíkan áburð og umönnun. Þannig erum við mannfólkið líka, það sem virkar fyrir einn virkar ekkert endilega fyrir annan. Í skóla þar sem fjölbreytileikinn er mikill þarf starfs- fólk einnig að vera fjölbreytt svo hægt sé að koma til móts við þarfir allra. Við í Framsókn viljum styrkja stoðþjón- ustu innan skólanna með fjölbreyttum hópi fagfólks og viljum að þar starfi einnig félagsráðgjafi, skólaráðgjafi eða annar trúnaðarmaður nemenda innan skólanna sem nemendur hafi greiðan aðgang að. Við hlustum á unga fólkið okkar og þetta er eitt af því sem brennur á þeim. Fjárfestum í fólki Þegar ég hóf störf hjá Reykjanesbæ var ég ekki byrjuð í háskólanámi en ég fékk mikla hvatningu og þann stuðning sem ég þurfti frá mínum stjórnendum til þess að mennta mig og gat gert það samhliða vinnu. Þeir nemendur sem ég var að kenna á þeim tíma voru líka heppnir að fá mjög fjölbreyttar kennsluaðferðir því ég nýtti mér þau forréttindi að geta fléttað námið saman við vinnuna. Það eru forréttindi að fá þennan stuðning og allir græða á því. Við í Framsókn ætlum að tryggja að þessi stuðningur haldi áfram og erum nú þegar farin að leita leiða til að skapa fjölbreytt tækifæri til menntunar í samvinnu við háskólana. Við trúum því að ef við fjárfestum í að byggja upp enn öflugri hóp fagfólks í leik- og grunnskólum þá verðum við betri í að hlúa að börnunum okkar þannig að þau geti blómstrað hvert á sinn hátt. Besta fjárfestingin er fjárfesting í fólki, hún skilar sér til framtíðar. Fjölskyldan fyrst! – Vinnum markvisst að því að gera Reykjanesbæ að fjölskylduvænu sveitarfélagi Birgitta Rún Birgisdóttir, skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Í stefnu Reykjanesbæjar kemur fram að sveitarfélagið skuli vera fjölskyldu- vænt. Raunar eru það fyrsta orðið í fyrstu setningu stefnunnar en fram kemur að Reykjanesbær sé fjölskyldu- vænn bær sem þroskar og nærir hæfi- leika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta- og menningarstarf. Þetta er gott – enda á þetta markmið að vera fremst allra markmiða. En hvernig gengur bæjarstjórn og starfsmönnum sveitarfélagsins að ná þessu markmiði? Sveitarfélög landsins eru jafn mis- jöfn og þau eru mörg. Allt frá fjöl- mennri sístækkandi borg niður í ör- lítil og einangruð sveitarfélög með nokkrum tugum íbúa. Verkefni sveit- arfélaganna eru samt alltaf þau sömu, hvort sem þau eru lítil eða stór: rekstur skóla, viðhald og framkvæmdir við sameiginlegar eigur íbúa, félagsþjón- usta og svo mætti lengi telja. Allt saman mikilvæg verkefni sem snerta okkur öll. Ég er þeirrar skoðunar að sú grunn- stoð sem allt annað hvílir á eigi að vera fjölskyldan sjálf og allt sem snertir mik- ilvægustu þætti hennar. Skólastarf, dagvistun og íþrótta- og tómstunda- starf. En líka allt hitt sem snertir fjöl- skylduna: hversu aðgengilegt það er að koma börnum í og úr skóla og tóm- stundastarf og opnunartími frístund- astarfs, svo eitthvað sé nefnt. Allt starf sveitarfélaga á að byggja á þeim mikil- væga grunni að fjölskyldan sé sett í forgang. Það er að mínu mati ekki nóg að fjöl- skyldan sé sett í forgang í stefnu sveit- arfélagsins, heldur þarf bæjarstjórn líka að sýna það í verki með ákvörðunum sínum. Fjölskyldan fyrst er markmið mitt og D-listans um að allar ákvarðanir, öll mál, sem bæjarstjórn hefur til með- ferðar, á öllum stigum, skulu metnar út frá hagsmunum fjölskyldunnar. Fjöl- skyldan fyrst snýst því um að flétta þessi sjónarmið inn í stefnumótun og ákvarðanatöku og greina áhrif allra meiriháttar ákvarðana á stöðu fjöl- skyldunnar. Hvaða áhrif hefur tiltekin ákvörðun á stöðu foreldra með mörg börn? Hvaða áhrif hefur ákvörðun á stöðu einstæðra fjölskyldna? Hvaða áhrif hefur ákvörðun á einstaklinga? Takmarkið er að ráðstafanir og ákvarð- anir bæjarstjórnar styðji við stefnu- markmið Reykjanesbæjar um að bær- inn okkar verði fjölskylduvænn. Ekki bara í stefnumarkmiðum. Í næsta pistli nefni ég til sögunnar nokkur dæmi um verkefni og ákvarð- anir sem þurfa að taka mið af hags- munum fjölskyldna. Atvinnumál og markaðsátak Jónína Magnúsdóttir skipar 1. sæti Bæjarlistans í Suðurnesjabæ. Haraldur Helgason skipar 4. sæti Bæjarlistans í Suðurnesjabæ. Atvinnutækifæri í heimabyggð eru mikilsverð fyrir íbúa en jafnframt er blómlegt atvinnulíf forsenda byggðar. Fjölbreytt atvinnutækifæri auka öryggi íbúa á svæðinu og laða til sína fleiri íbúa. Við þurfum að vinna saman að því að skapa blómlegt atvinnulíf með bæjarfélögunum í kringum okkur. Enda eru Suðurnesin fyrir löngu orðin eitt atvinnusvæði. En við þurfum líka að huga okkur nær og skoða möguleika í Suðurnesjabæ. Í nýju aðalskipulagi sem gildir til ársins 2034 eru tiltekin nokkur svæði sem hægt væri að nýta undir atvinnustarfsemi. Þau þarf að deiliskipuleggja og gera aðlaðandi fyrir fyrirtæki og fjárfesta. Einnig að nýta þau sem til eru fyrir. Bæjarlistinn leggur til að útvíkka hafnarráð og færa atvinnu- og mark- aðsmál undir þá nefnd. Sú nefnd myndi leita tækifæra og skapar grund- völl fyrir fyrirtæki að starfa í Suður- nesjabæ, í nálægð við höfnina, flugvöll- inn og menningarsögu sem einkennir bæjarfélagið okkar Suðurnesjabæ. Einnig að farið verið í markaðsátak sem sýnir allt það sem byggðarlagið hefur upp á að bjóða. Við mættum huga að ívilnunum fyrir sprotafyrir- tæki og ný fyrirtæki í skamman tíma meðan þau eru að festa rætur. Suðurnesjabær hefur sína sögu og menningu sem er lýst vel í nýju aðal- skipulagi. Mikilvægt er að byggja á henni þegar horft er til atvinnuupp- byggingar, þá sérstaklega ferðaþjón- ustunnar. Ferðaþjónustan leiðir af sér marga aðra starfsemi eins og afþrey- ingu, gistingu, veitingastaði og fleira. Við getum séð það nú þegar í okkar ágæta Suðurnesjabæ. Einn mikilvægasti þátturinn í at- vinnuuppbyggingu er sá að uppbygg- ingin sé í sátt við umhverfið og íbúa þess. Gæta þarf að aðgengi og um- gengni, skipuleggja atvinnusvæði með það í huga að stuðla að verndun. Hafa ber í huga að þegar svæði eru óskipu- lögð er ágengnin oft á tíðum til staðar. Til að sporna við því getum við einmitt verndað svæði með því að byggja upp ákveðin tækifæri með skilvirku skipu- lagi og aðgengi. Bæjarlistinn stendur fyrir faglega forystu og hugrakka ákvarðanatöku í atvinnumálum X – O Bæjarlistinn í Suðurnesjabæ þann 14. maí. Skil á aðSENdu EFNi Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS 12 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.