Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.2022, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 27.04.2022, Blaðsíða 15
Aðkoma almennings að ákvarðanatöku og íbúalýðræði Höfundur: Margrét S. Þórólfsdóttir, Pírati. Í grunnstefnu Pírata er eitt af aðal- stefunum að leggja áherslu á gagn- rýna hugsun og vel upplýstar ákvarð- anir. Með auknu íbúalýðræði og auk- inni aðkomu almennings að ákvarð- anatöku við stefnumótun sveitar- félagsins gerir það fólki kleift að taka meira þátt í umræðu um málefni sem varðar það sjálft. Slíkt gerist með því að bjóða bæjarbúum aukna lýðræðis- lega þátttöku og aðgengi að upplýs- ingum. Þetta er hægt með því að hafa flæði í samtölum og samskiptum ekki bara einu sinni á ári heldur nokkru sinnum og þá út í þeim hverfum sem Reykjanesbær samanstendur af. Þó að fráfarandi bæjarstjórn hafi opnað á þennan kost má gera enn betur með því að koma upp hverfasíðum inn á heimasíðu/vef Reykjanesbæjar þar sem hvert hverfi á sitt vefsvæði með gagnkvæmum upplýsingum frá stjórnsýslunni og svo frá hverfafull- trúum. Hverfaráðin geti einnig haldið fundi og á þeim fundum geta íbúar farið í vinnuhópa og unnið tillögur sem eru upplýsandi fyrir stjórnsýslu bæjarins. Þannig má efla og opna enn frekar íbúalýðræði. Ef upp koma stór mál eða ágrein- ingur um málefni er varðar bæjar- félagið hvort sem það eru skipulags- mál, atvinnumál eða önnur vafamál þá ætti að halda íbúafund um sem væri þá upplýsandi fyrir bæjarbúa um málefnið. Bæjarbúar ættu einnig að hafa rétt á að kjósa um mikilvæg málefni eða þau mál sem ágrein- ingur er um og varðar þá og framtíð bæjarins sem væri þá í formi bind- andi kosningar. Með því að íbúar fái þessi verkfæri í hendurnar þá mun það opna á stjórnsýsluna og þar af leiðandi eiga þeir rétt á að koma að ákvarðanatöku og finni fyrir ábyrgð sinni þegar kemur að málefnum sem þá varðar. Allt það sem að ofan er talið eflir aðkomu almennings að stjórnsýsl- unni og er í anda grunnstefnu Pírata sem er: • Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarð- anir. • Píratar telja að borgararétt- indi tilheyri einstaklingum og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur. • Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni. • Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um mál- efni sem varða þá. • Réttur er tryggður með styrk- ingu beins lýðræðis og eflingu gagnsærrar stjórnsýslu. • Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýð- ræði. Öll viljum við að bæjarfélagið okkar eflist og styrkist. Stjórnsýslan þarf að hlusta betur á íbúa Reykjanesbæjar og hvað hverfin eru að segja og kalla eftir. Þannig er hægt auka og efla íbúalýðræði og opna stjórnsýsluna í sátt og samlyndi allra í Reykjanesbæ. Úrslit leikja og fréttir af íþróttaviðburðum á Suðurnesjum birtast reglulega á vefnum vf.issport Þróttur Vogum leikur í fyrsta sinn í næstefstu deild karla í knattspyrnu „Bara mjög vel, mikill spenningur. Það er veisla framundan,“ segir Eiður Ben Eiríksson sem tók við þjálfarastöðunni hjá Lengju- deildarliði Þróttar Vogum eftir síðasta tímabil, þegar hann er spurður hvernig tímabilið leggist í hann. „Það er spenningur í hópnum og fé- laginu öllu. Loksins erum við að fara að spila leiki í einhverju móti en það er langt síðan við spiluðum alvöru leik, síðast í Lengjubikarnum og svo einn bikarleik um daginn. Það verður bara gaman að byrja þetta og komast í rútínu.“ Hvaða væntingar gerið þið til tíma- bilsins? „Fyrst og fremst er hugsunin hjá okkur að gera okkur gildandi í þessari deild. Það er augljóst þar sem þetta er í fyrsta skipti sem félagið tekur þátt í Lengjudeildinni og það er númer eitt, tvö og þrjú að festa sig í sessi í deildinni. Vera ekkert að horfa eitthvað lengra en það til að byrja með. Það verður bara að fara í hvern leik og spila eins vel og við getum – taka gömlu klisjuna „einn leik í einu“ og reyna að njóta þess að spila þessa leiki.“ Ertu sáttur við hópinn sem þú hefur? „Já, ég er mjög sáttur. Það hafði verið draumur að geta verið lengur með allan hópinn saman en við vinnum með þær aðstæður sem við höfum. Við höfum verið að fá leikmenn seint inn og það er ákveðið púsluspil að koma mönnum í sín hlutverk og þá þurfa aðrir leikmenn kannski að stíga upp. Ég er mjög ánægður með hópinn en ætla að bæta við fyrir mót. Ég var að fá staðfestingu á að einn leik- maður er frágenginn og mögulega verður annar rétt áður en glugginn lokast, það er ekkert öruggt en í vinnslu.“ Miklar breytingar á hópnum Eiður segir að liðið komið til með að vera mikið breytt frá síðasta tímabili, margir leikmenn farnir en Þróttarar hafa styrkt hópinn að sama skapi mikið. „Það er engin spurning að þetta eru góðir leikmenn sem við höfum verið að fá, kannski svolítið öðruvísi leikmenn en voru fyrir. Það verður kannski aðeins öðruvísi holning á liðinu í ár.“ Meira til baka þá? „Eðlilega en við höfum verið að vinna í að bæta sóknarleik liðsins og að halda boltanum. Svo er bara spurning hversu mikið við komumst upp með það í sumar. Við erum alla- vega búnir að bæta því í vopnabúrið og getum gert bæði. Þegar upp er staðið er þetta bara spurning um hver skorar fleiri mörk, það man enginn hvernig þau voru skoruð,“ segir Eiður Ben, þjálfari Þróttar Vogum, að lokum. Nýir leikmenn Þróttar: James Dale (frá Víkingi Ólafsvík) Oliver Kelaart (frá Keflavík) Michael Kedman (ekki með leikheimild) Pablo Gallego (frá Pierikos FS) Freyþór Hrafn Harðarson (frá Magna Grenivík) Davíð Júlían Jónsson (kemur á láni frá Leikni R.) Shkelsen Veseli (kemur á láni frá Leikni R.) Arnór Gauti Úlfarsson (kemur á láni frá FH) Veisla framundan Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Bikarinn að fara á loft eftir að Þróttur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í 2. deild karla á síðasta tímabili. Það vantar ekki stemmningu í Vogana. víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.