Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.2022, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 27.04.2022, Blaðsíða 5
Stéttarfélögin í Reykjanesbæ og nágrenni óska félagsmönnum sínum og öðrum íbúum Suðurnesja gleðilegrar hátíðar á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. Yfirskrift dagsins þetta árið er Við vinnum! Með samstöðu getum við náð fram brýnum kjarabótum fyrir þau okkar sem helst þurfa. Við höfum unnið marga sigra í gegnum tíðina og munum vinna marga fleiri. Í haust losna kjarasamningar á almennum markaði og þá stöndum við saman til að vinna okkar málefnum brautargengi. Að þessu sinni ætla stéttarfélögin að bjóða félagsmönnum og öðrum íbúum svæðisins á skrifstofur félaganna til að kynna sér starfsemi þeirra í tilefni dagsins 1. maí. Við verðum með opið hús í Krossmóa 4, 4. hæð milli klukkan 14 og 16 og munu starfs- menn félaganna taka á móti fólki, bjóða upp á léttar veitingar, kaffisopa og spjall. Við hvetjum fólk til að kíkja við. Að venju bjóða stéttarfélögin upp á bíósýningu fyrir börnin kl. 15.00

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.