Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.2022, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 27.04.2022, Blaðsíða 9
„Alvaro kom til Íslands fyrir u.þ.b. tíu árum í fyrsta sinn í heimsókn þar sem frændi hans er búsettur hér á landi. Hann heillaðist af landinu og eftir að hafa kynnst Inmu konunni sinni í einum þekktasta kokkaskóla á Spáni í Baskalandi eins og í sannri ástarsögu þá hafa þau farið víða og starfað saman sem kokkar víðsvegar um heim, t.d. á Tenerife, í Edinborg og Póllandi svo eitthvað sé nefnt. Al- varo langaði alltaf að koma aftur til Íslands og Inma var mjög spennt að kynnast Íslandi líka svo þau ákváðu að koma hingað í leit að vinnu. Degi eftir komuna til landsins fengu þau vinnu á Snaps í Reykjavík. Fljótlega skall Covid-19 á og þau misstu bæði vinnuna þar. Þeim bauðst í framhaldinu tæki- færi á að taka við eldhúsinu á Vagn- inum á Flateyri tímabundið yfir sumarið 2021 sem þau gerðu, þar sem þau heilluðust af Vestfjörðunum fögru og langaði að kanna þá vel. Þau hafa mjög gaman af ferðalögum og útivist og eiga t.d risa- stóran bíl sem kemst upp á hálendi Íslands og þau geta gist aftur í. Það var reyndar meira unnið en ferðast þetta sumarið þar sem að þau sáu ein síns liðs um eldhúsvaktina á Vagninum og stóðu sig eins og hetjur. Maturinn vakti mikla lukku og þau tóku mest á móti 110 manns í mat eitt kvöldið þrátt fyrir að allt sé eldað frá grunni, t.d. brauð, sósur og kökur.“ Hugmyndin á Hornströndum Jenný segir að hún og Viktor hafi ákváðið að eyða sumrinu fyrir vestan eftir Lýðskóladvölina og störfuðum þau m.a. á Vagninum þetta sumarið. „Þar kynntumst við öðlingunum Alvaro og Inmu. Með hverjum deginum styrktust vináttuböndin og í lok sumars skelltum við okkur saman í nokkurra daga gönguferð með allt á bakinu um náttúrupara- dísina Hornstrandir. Þar lentum við í nokkrum áskorunum, t.d. það slæmu veðri að sterka útivistartjaldið okkar brotnaði. Við eyddum þessum dögum saman og sáum enn betur hversu vel við unnum saman sem lið. Í ferðinni ræddum við saman um heima og geima og fæddist þá hug- myndin um El Faro. Við komumst að því að fyrir utan sameiginleg áhugamál áttum við öll sameiginlegan draum um að opna veitingastað sem bauð upp á eitt- hvað öðruvísi heldur en vanalegt er hér á landi. Að nýta íslenskt hágæða hráefni og bjóða upp á suðræna mat- arupplifun, huggulega stemningu og vinalega þjónustu.“ Hinn fullkomni staður Jenný og Viktori er það hjartfólgið að búa eitthvað til í þeirra heimabæ, Garðinum eða Suðurnesjabæ svo að það var strax hugmyndin að fá kokkana, spænsku vinina, í Garðinn. „Hótelið hjá tengdapabba og bræðrum var hinn fullkomni staður fyrir nýjan veitingastað, hlýlegt fjöl- skyldurekið bjálkahótel með fallegu útsýni. Þá var hafist handa að byggja og hefur El Faro teymið og Light- house Inn teymið unnið hörðum höndum að opnun þessa nýja veit- ingastaðar síðustu mánuði. Allt frá byggingavinnu, byggingu nýs rýmis í veitingasal og eldhúsi yfir í teikn- ingar og hönnun iðnaðareldhúss og veitingastaðar. Þá höfum við lagt áherslu á að reyna að gera sem mest sjálf.“ Góð ráð frá góðu fólki „Við fjórir eigendur El Faro erum öll nýgræðingar í rekstri svo við höfum sótt okkur ráð frá góðu fólki, t.d. Gísla tengdapabba og góðu fólki í bransanum sem hefur gert þetta lengi. Til dæmis tóku til hjónin Sigurður Gíslason, landsliðskokkur og Berlind Sigmarsdóttir eigendur GOTT í Vestmannaeyjum afskap- lega vel á móti okkur og gáfu okkur fjölmörg góð ráð. Þá hefur Völundur Snær Völundarsson, kokkur, og Þóra Sigurðardóttir kona hans en Völli kenndi okkur á Flateyri og mynd- uðust vinabönd þar. Öll þessi hjálp hefur verið algjörlega ómetanleg og erum við þeim og öllu því góða fólki í kringum okkur afar þaklát.“ Bros eftir góðan mat El Faro verður til að byrja með opinn frá miðvikudegi til sunnudags kl. 18 til 22 en draumur eigendanna er að geta haft opið alla daga í framtíðinni. Veitingastaðurinn tekur um rúmlega 60 manns í sæti en svo er einnig bar- svæði og lounge þar sem hentugt er að henda sér í Tapas og bjór. Einnig verður alvöru kaffi í boði og kaffi- veitingar. Þá verður hamingjustund (happy hour) kl. 16-18 þar sem í boði verða líka léttir réttir og um helgar verður spænskur dögurður kl. 12- 15. Formleg opnun staðarins verður föstudaginn 29. apríl. „Við vonum að gestir okkar fari alltaf heim með góða tilfinningu og bros á vör eftir að hafa fengið góðan mat og drykk hjá okkur á El Faro. Ekki skemmir stórkostlegt umhverfi Garðskaga,“ segir Jenný María. Sendum starfsmönnum okkar og öðru verkafólki okkar bestu kveðjur í tilefni hátíðardags verkalýðsins 1. maí. Til hamingju með daginn! Páll Ketilsson pket@vf.is Demantar – Vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja Kvennakór Suðurnesja heldur tónleika í Bíósal Duus safnahúsa 2. og 4. maí næstkomandi. Kórinn ætlar að flytja frábær lög sem eru algjörir tónlistardemantar frá tímabilinu 1940 til 2020. Nostalgían verður allsráðandi, flutt verða lög sem gerð voru ódauðleg af flytjendum eins og Frank Sinatra, Marilyn Monroe, Bítlunum, Cindy Lauper, Toto, Sting, Emilíönu Torrini, Of mon- sters and men, Mugison og fleirum. Kórinn fagnar því að geta loksins haldið tónleika án samkomutak- markana en síðustu tvö ár hefur verið mikil áskorun að halda úti kórstarfi. Má þar nefna að tónleikar sem upphaflega var áætlað að halda vorið 2020 voru loksins haldnir í september 2021 en þá hafði kórinn nokkrum sinnum þurft að gera hlé á æfingum og fresta tónleikunum vegna heimsfaraldursins. Að þeim tónleikum loknum hófust strax æfingar á nýju prógrammi sem eins og áður sagði, samanstendur af tónlistardemöntum frá 1940 til dagsins í dag. Æfingar hafa gengið ótrúlega vel þrátt fyrir samkomu- takmarkanir stóran hluta vetrarins. Kórkonur hlakka mikið til að flytja þessi lög fyrir tónleikagesti og eru þess fullvissar að þeir eiga eftir að skemmta sér vel á þessari kvöld- stund. Stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja er Dagný Þ. Jónsdóttir og með kórnum verður hljómsveit sem skipuð er þeim Geirþrúði F. Bogadóttur á píanó, Þorvaldi Hall- dórssyni á trommur, Karli S. Einars- syni á bassa og Sigurði Ólafssyni á gítar. elfarorestaurant.is víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.