Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.2022, Side 14

Víkurfréttir - 27.04.2022, Side 14
Besta deild karla: NAUMT TAP FYRIR VAL Keflvíkingar sýndu frábæra frammistöðu þegar þeir tóku á mót Val í annarri umferð Bestu deildar karla á sunnudag – gestirnir komust yfir á 40. mínútu en því miður náðu heimamenn ekki að svara í sömu mynt og leiknum lauk með eins marks sigri gestanna. Ósanngjörn úrslit en kraftmikil og jákvæð frammistaða hjá Keflavík. Heimamenn voru mun hættulegri í öllum sínum aðgerðum og því var það þvert gegn gangi leiksins þegar Valsmenn skoruðu á skömmu fyrir hálfleik. Markið kom eftir horn- spyrnu, vörnin gleymdi sér eitt augnablik og var refsað fyrir. Í seinni hálfleik bættu Keflvíkingar í sóknarleikinn og skapaðist við það enn meiri hætta upp við mark gestanna, það vantaði aðeins herslumuninn upp á að Kefl- víkingum tækist að skapa sér dauðafæri. Allan seinni háfleik var einstefna að marki Valsara sem stóðu af sér hverja sóknina af annarri og héldu hreinu. Svekkjandi tap því niðurstaðan úr þessum fyrsta heimaleik Kefl- víkinga í Bestu deildinni. Besta deild kvenna fer í gang í þessari viku og fyrir tímabilið virðast fáir hafa mikla trú á Keflavíkurliðinu. Gunnar blæs á þá spádóma og segir: „Þetta er flottur hópur og væntingarnar eru að gera betur í sumar en allar spár segja til um,“ segir hann en allir helstu sparksérfræðingar spá Keflavík neðsta sæti Bestu deildarinnar í ár. „Það er kannski ekkert óeðli- legt miðað undirbúningstímabilið þó það hafi alls ekki verið alslæmt. Það telur ekkert í Íslandsmóti og það er hugur og spenningur í stelpunum. Það eru miklar breytingar á hópnum hjá Keflavík frá síðasta tímabili en Gunnar segir að níu leikmenn sem voru að spila mikið í fyrra séu farnir frá félaginu. Á móti hafa þrír útlend- ingar komið inn í staðinn, Elín [Helena Karlsdóttir] verður áfram á láni frá Breiðabliki og Sigurrós Eir [Guðmundsdóttir] er komin aftur eftir barneign. „Þetta er lítill en þéttur hópur og það á eflaust eitthvað eftir að bætast við hann,“ segir Gunnar en Keflavík hefur alla vega tvo leikmenn í sigtinu sem vonast er til að verði hægt að ná samkomulagi við á næstu dögum. Við Suðurnesjamenn þurfum að hafa fyrir hlutunum og það verður allt lagt í þetta. Stelpurnar eru undirbúnar fyrir harða baráttu, þær eru tilbúnar að fórna miklu og leggja sig fram fyrir félagið. Þetta eru framtíðarstelpur, góðar í fótbolta en eiga eftir að þurfa að leggja mikið á sig í sumar.“ „VIÐ ERUM EKKERT MEÐ STÆRSTA HÓP Í HEIMI,“ SEGIR GUNNAR M. JÓNSSON, ÞJÁLFARI MEISTARAFLOKKS KVENNA HJÁ KEFLAVÍK. „VIÐ ERUM MEÐ MARGAR HEIMASTELPUR Í LIÐINU, MARGAR UNGAR OG EFNILEGAR STELPUR SEM HAFA VERIÐ AÐ SPILA MEÐ OKKUR Í VETUR OG FENGIÐ ALVEG ÓTRÚLEGA MIKLA OG GÓÐA REYNSLU. ÞETTA ER ÞAÐ SEM VIÐ HÖFUM VERIÐ AÐ LEGGJA ÁHERSLU Á – AÐ SPILA Á OKKAR HEIMASTELPUM.“ „Eru tilbúnar að fórna miklu“ Markvörðurinn Samantha Leshnak á mjög flottan feril að baki en hún spilaði m.a. með University of North Carolina við góðan orðstír en hún lék í landsúrslitum fyrir sinn skóla árið 2018. Árið 2019 samdi hún við bandaríska atvinnumanna- og meistaraliðið North Carolina Courage og varð meistari með liði sínu í NWSL- deildinni í Bandaríkjunum. Það mun án efa mæða mikið á Samantha í sumar en Gunnar segir hana leikmann af háum standard. Sóknarmaðurinn Ana Santos er fædd í Brasilíu en hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum undanfarinn fimm ár þar sem hún var meðal annars valin leikmaður ársins fjögur ár í röð af SSAC-sambandinu í háskólaboltanum og besti leikmaður NAIA 2020 og 2021.„Mjög teknískur og öflugur leikmaður og við væntum mikils af henni í sumar,“ segir Gunnar. Gunnar segir liðið ætli sér ekki fall í ár. Stelpurnar eru tilbúnar að leggja mikið á sig og hann sé með góðan efnivið í höndunum. VF-myndir: JPK Spilar kviðslitinn Rúnar Þór Sigurgeirsson var sprækur og sýndi ógnandi til- burði í leiknum gegn Val. Það eru góðar fréttir fyrir Keflvíkinga en Rúnar missti af megninu af síðasta tímabili vegna meiðsla. Ertu búinn að ná þér góðum af meiðslum? „Nei, ég er kviðslitinn en má samt spila á því. Það stóð til að ég færi í aðgerð í dag [mánudag] en ég frestaði henni úr því að ég get spilað. Ég er bara í nárabuxum og teipaður frá kvið niður á læri. Það er svo sem allt í lagi. Eftir svona aðgerð myndu líða fimm til sjö vikur þangað til ég væri kominn aftur á völlinn, ekkert allt of langur tími en samt fimm til sjö vikur.“ Hvernig finnst þér þessir tveir fyrstu leikir hafa verið? „Gjörólíkir, við fengum auðvitað fjögur mörk á okkur á móti Blikum. Við fórum illa að ráði okkar, ætluðum að skora um leið og við lentum undir í stað þess að halda skipulagi og leika okkar leik. Leyfa þessu að koma til okkar í staðinn fyrir að ætla að skora tvö mörk í einu. Svo fannst mér við spila mjög vel gegn Val, vorum að skapa okkur hálf- færi án þess að komast í einhver dauðafæri. Við vorum samt að þjarma að þeim og ógna fannst mér. Valur gerði ekki neitt í seinni hálfleik, þau voru ekki mörg skiptin þar sem þeir komust yfir miðju. Mér fannst við spila vel en er ekkert ánægður að hafa ekki fengið neitt úr úr leiknum.“ Rúnar segir að þeir megi ekki fara á taugum þótt að Keflavík sé ekki komið með mörg stig eftir fyrstu leikina en Keflavík byrjar á mjög erfiðu prógrammi í deildinni; Breiðablik, Valur og Víkingur í fyrstu um- ferðunum. „Við spilum við þrjú bestu liðin í fyrstu þremur umferðunum þannig að menn mega ekki örvænta, það er bara að einbeita sér að næsta leik og safna stigum.“ Hvernig leggjast næstu leikir í þig? „Bara mjög vel,“ segir Rúnar. „Ég held að liðið hafi áttað sig á því að við erum bara þrusugóðir og að sjá Víking tapa 3:0 fyrir ÍA gefur okkur góða von um að fá eitthvað út úr leiknum gegn þeim. Þannig að ég er mjög bjartsýnn á þetta verkefni sem er framundan.“ Það er nóg að gera hjá Rúnari þessa dagana en hann og unnusta hans, Lovísa Guðjónsdóttir, urðu foreldrar í fyrsta sinn fyrir skemmstu. „Það gengur bara ágætlega, hún dafnar vel og allt í blóma,“ segir Rúnar að lokum en dóttur þeirra hefur ekki enn verið gefið nafn. Rúnar var ógnandi og reyndist varnarmönnum Vals oft erfiður þegar hann keyrði á vörnina. Það voru mikil gæði í leik Keflvíkinga gegn Val sem beittu öllum tiltækum ráðum til að hafa hemil á þeim. Hér er Adam Ægir Pálsson rifinn niður. VF-myndir: JPK Mynd af Facebook Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is sport

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.