Rökkur - 01.01.1940, Page 3

Rökkur - 01.01.1940, Page 3
R O K K U R 3 arnir islensku — fremur en aðrir — að kynnast Jóni Sigurðssyni. Steingrímur Thorsteinsson mun liafa metið Jón umfram alla menn aðra og borið til hans mikla elsku. Og sennilega hefir hann ort sum allra bestu kvæði sín fyrir áhrif frá Jóni og ef til vill beinlínis að hvötum hans. En hvað sem um það er, þá á skáldið heiður og þökk fyrir þau kvæði, enda eru mörg þeirra stór-merkileg og höfðu mikil og góð áhrif á hugsunarhátt þjóðarinnar, þó að litt hafi því verið á loft haldið. Og svo sagði mér bóndi norð- ur í Húnavatnssýslu, er eg var drengur, að vænt hefði mönnum þar um sveitir þótt um Vorhvöt Steingríms, er þeir kyntust henni (Þú, vorgyðja, svífur úr suðrænum geim á sólgeisla vængjun- um breiðum o. s. frv.). Hefði þá mörgum manni hlaupið kapp í kinn og fest það heit með sjálf- um sér, að liggja ekki á liði sínu, heldur duga landi og þjóð sem best. Kvæðið er afburða fag- urt og snjalt og mildll fengur í tvennum skiln- ingi: sem eggjunarljóð og listaverk. Það er ort í Kaupmannahöfn, eins og mörg liin fegurstu og bestu ættjarðarljóð íslenskra skálda. Höf. biður vorgyðjuna að bera ljóð sitt og kveðju „heim í ættjarðarskaut“. í kvæðinu syngur skáldið m. a. um þjóðvorið fagra, sem frelsi vort skal með fögnuði leiða’ yfir vengi. Þá vaxa meiðir, þar vísir er nú — svo verður ef þjóðin er sjálfri sér trú. Höf. biður Fjallkonuna að vakna nú til fulls „við vonsælan glaum af vorbylgjum tímans á djúpi.“ Og hann ráðleggur henni að halda ekki Iengur fyrir eyrun. Hún þurfi að hlusta eftir hjartaslögum erlendrar mentunar og menning- ar miklu betur en hún hafi gert að þessu. Og nú megi hún ekki fresta þvi lengur, að strjúka

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.