Rökkur - 01.01.1940, Side 5

Rökkur - 01.01.1940, Side 5
RÖKKUR 5 hvöt“ verður ódauðlegt í bókmentum þjóðar- innar. Og svo mun reynast um mörg önnur kvæði höfundarins. ----o---- SteingrímurThorsteinsson fluttist hingað heim rúmlega fertugur og gerðist kennari í Latínu- skólanum. Og þar sat hann það sem eftir var ævinnar, full 40 ár, og sleit sér út á kenslu. Hann orti nokkur snildarkvæði fyrstu ár sín heima, en eftir það tók honum að daprast flug- ið. Lífið varð tilbreytingarlaust og starfið þreyt- andi. Níu mánuðir ársins fóru í seig-drepandi kenslustrit. Hann var talinn góður kennari, skyldurækinn og samviskusamur. Embættis- störfin sátu i fyrirrúmi, listin á hakanum. Skáldskapurinn varð tómstunda-iðja lúins manns. Önn dagsins lagðist yfir með miklum þunga, og smám saman byrgðist glóðin í brjósti þessa viðkvæma listamanns. Skáldlegum sýn- um fækkaði, vængirnir stirðnuðu og hagmælsk- an virtist fara i þurð. — Honum fór ekki ósvip- að því, er hann segir í þessu erindi: Þó guð gefi vængi, má binda við þá blý, svo bannað verður flugið til himins yfir ský. Æ, vald því ei sjálfur, þvi fár er flugsins þrot, og farinn er hver andi, sem missir vængja not. Mér virðist ekki fjarri lagi að ætla, að liann hafi liaft sjálfan sig í huga, er hann kvað er- indið. I Kaupmannahöfn hafði hann verið fá- tækur, en fleygur og frjáls og engum háður. Hér hafði hann að vísu nóg fyrir sig að leggja, en var tjóðraður á kennara-bás, samkvæmt eigin ósk og umsókn. Og skyldustörfin „bundu blý“ við vængina, sem guð hafði gefið honum, svo að hann fékk ekki neytt þeirra til neinnar hlitar. o-

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.