Rökkur - 01.01.1940, Page 6

Rökkur - 01.01.1940, Page 6
6 RÖIÍKUH Kvæðin í Úrvalsljóðum Steingríms eru yfir- leitt vel valin. Þó virðist mér, sem Gilsbakka- ljóð hefði mátt víkja fyrir smærri kvæðum og betri. Gilsbakkaljóð eru ekki meðal bestu kvæða skáldsins, en auk þess alt of rúmfrek í svo takmörkuðu safni. En fullyrða má, að þorri bestu kvæða höfundarins sé í Úrvalsljóðum og skulu nú fáein talin: Sönglistin (Svífðu nú sæta, söngsins engla mál!). Svanasöngur á heiði (Eg reið um sum- araftan einn á eyðilegri heiði). Sveitasæla (Man eg grænar grundir). Miðsumar (Oft finst oss vort land eins og helgrinda hjarn). Kærleiks- orðið (Eitt kærleiksorð! eg er svo einn og eng- inn sinnir mér). Fáeinar stökur úr Lífshvöt, m. a. þessi: Trúðu á tvent í heimi, tign sem hæsta her, guð í alheims geimi, guð í sjálfum þér. Þá eru nokkur erindi úr kvæðum um Jón forseta Sigurðsson, t. d. þetta: Þeim, sem æfinnar magn fyrir móðurlands gagn hafa mestum af trúnaði þreytt, hljómar alþjóðarlof yfir aldanna rof, því þeir óbornum veg hafa greitt, — Enn má nefna: Eg elska yður, þér Islands) fjöll! Yorhvöt (sjá hér að framan). Þúsund ára sólhvörf (Sólin ei hverfur né sígur í kaf). Þjóðhátíðarsöngur á Þingvöllum (Nú roðar á Þingvallafjöllin fríð, að fullnuðum þúsund ár- um). Sú var tíðin fyrr, þá frelsið reisti. Sjó- mannasöngur (Heyrið morgunsöng á sænum). Háfjöllin (Þú, hláfjallageimur, með heiðjökla hring). Sólkveðja (Dagur er liðinn, dögg skin

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.