Rökkur - 01.01.1940, Blaðsíða 8
8
R Ö K K U R
í hvern stað nema hjarta þitt,
en hedti þitt eg skar
af tryggum hug í hjarta mitt
og — hvergi nema þar.
Enn má nefna, þó að þetta sé að vísu orðið
lengra mál, en til var ætlast: Við hafið (Við
hafið eg sat fram á sævarbergs stall). Frjálst
er í fjallasal. Sumarnótt (Sólu særinn skýlir).
Á heimsenda köldum. Svölurnar (í nótt komu
svölurnar sunnan). Haustkvöld (Vor er inndælt
eg það veit). Þar er t. d. þessi dásamlega visa:
EIli, þú ert ekki þung
anda guði kærum:
Fögur sál er ávalt ung
undir silfurhærum.
----o-----
Stgr. Th. er illa við allan uppskafningshátt
og mikillæti, svo sem margar stökur lians vitna.
Honum þykir lítið varið í „mentaprjálið“ á ytra
borði mannsins, „þar anda og hjarta alt er
sneytt og ekkert liærra mið.“ Hann kýs niiklu
heldur „leirugt gull“ en „gyltan leir“. — Um
vonbrigði lífsins kveður hann þessa beisku og
alkunnu stöku:
Um frelsis vínber seydd við sólar kyngi
mín sálin unga bað.
En krækiber af þrældóms lúsalyngi
mér lifið réttir að.
Um breytingu þá, sem orðið hafi á hug og
hjartalagi í volki og stríði lífsins, segir skáldið:
Hjarta mitt stælist við strið, þó stenst á
hvað vinst og hvað tapast:
Það, sem mitt þrek hefir grætt, það hefir
viðkvæmnin mist.
V
J