Rökkur - 01.01.1940, Side 13

Rökkur - 01.01.1940, Side 13
RÖKKUR 13 „En okkur er kalt og hinir dauðu eru dauðir.“ „Yið höfum land okkar að verja!“ „Og það eru svo margir dauðir, sem livíla þar undir, sem enginn kross er.“ „Það væri skömm — hver vogar að brenna krossi?“ Þannig mæltu menn, liver í kapp við annan. Að eins Vasile og fangarnir sátu þögulir. Smánar- og þreytutilfinningar náðu tökum á honum og eitt- hvað sem liktist iðrun vaknaði í huganum — en hvað annað hefði hann getað gert .... liann hafði ekki fundið neitt, nema þennan kross........ Hermennirnir mæltu liver í kapp við annan, þeir deildu um hvað rétt væri, og stormurinn lagði orð í belg svo kröftuglega, annað veifið, að hrinur lians yfirgnæfðu raddir mannanna litlu, sem stóðu í hnipri og krupu á kaldri snjóbreiðunni. „Það skal aldrei verða,“ sagði Scurtu og varð óvanalega liá- róma, svo reiður var liann. „Heldur vil eg horfa upp á það, að þið verðið úti, en að sjá kross Krists brendan.“ Og Scurtu gamli vék ekki um hiársbreidd. Það var eitthvað við hann, sem minti á styrkleika skógarbjörnsins, er hann stóð þarna og horfði á félaga sína. Hann var hvítur af snjó, og ó- frítt andlit hans var blátt af kulda, hann stappaði náköldum fótunum í snjóinn, barði sér á alla vegu, en það var árangurs- laust, kuldinn var að heltaka liann eins og alla liina, en hann var fyrirliðinn, og hann gat ekki látið aðra hafa áhrif á gerðir sínar með fortölum eða bænum, hann varð að gera það sem hann áleit rétt vera og lialda sitt strik: „Heldur verða úti en fremja þá ógurlegu synd að brenna Krists heilaga merki.....“ Enginn hermannanna mælti orð af vörum, þeir hnöppuðu sig saman eins og hræddar kindur, og svo lögðust þeir nið- ur, hver af öðrum, og hvíldu liöfuðin á handleggjum sínum, samanhnipraðir, kringum eld- stæðið, þar sem nú var aðeins kulnuð aska, sem stormurinn þyrlaði upp. Og þeir lágu lilið við hlið nú, hermenn og fangar, þjiáningarnar gerðu þá alla jafna, og þegar alt kom til alls voru þeir allir menn í guðs aug- um. Og vetrarharkan gerði eng- an mun á þeim........ En Vasile lá í nokkurri fjar- lægð frá hinum, með liöfuð sitt á trékrossinum, sem hann liafði dragnast með til þeirra svo langa leið. Honum varð ekki svefnsamt.

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.