Rökkur - 01.01.1940, Page 14
14
RÖKKUR
Þótt hann þjáðist af kulda hug-
leiddi hann vandamál lífsins.
Hvers vegna voru styrjaldir
háðar? Hvers vegna var svo
mikið lagt á nienn'inu, hvers
vegna urðu þeir að hungra og
þola kulda og neyð, þegar öllum
gæti liðið vel? iHví var guð á
himnum — svo óra langt í
burtu? Hví var hann ekki nær
mönnunum — nógu nærri ? Hvi
ólu menn hugmyndir —- hvi
létu menn hleypidóma og hjá-
trú og annað slíkt, sem alt var
óljóst og reikult, ná tökum á
sér? Hvers vegna hötuðust
þjóðirnar? Hvi urðu menn að
búa við svívirðingar og margt
viðbjóðslegt og að lokum að
horfast í augu við dauðann?
Hvers vegna? Hvers vegna?
Stormurinn var enn í sínum
versta ham og endrum og eins
lyfti Vasile hægri liönd sinni og
þurkaði snjóinn af augum sín-
um.
‘Hví kom vetur — og sumar?
Hví voru menn hraktir svo
langt á brott fná því, sem þeim
var kærast? Hvi vöknuðu þess-
ar þrár í huganum? Hvi hafði
það g'erst, sem var svo Ijúft, og
gat aldrei gerst aftur? Hvers
vegna? Hvers vegna?
Vasile skildi það ekki.
Æ, en þarna, langt í fjarska
var einhver ljósglæta? Einhver
Ijósrönd, — eins og föl rák á
dökkum himni. Var nýr dagur
að renna? Var þessi ógnarnótt
á enda?
Vasile starði á ljósrákina,
sem honum fanst hann liafa séð
úti í fjarskanum. Var komið
undir dögun? Var i raun og
veru nýr dagur að renna? En
Ijósrákin stækkaði ekki, varð
ekki rauðari — og þó var hreyf-
ing á henni — hún virtist lireyf-
ast — virtist færast nær — það
var Ijós, sem færðist nær —- til
hans.
Ljósið kom til lians!
Þegar Vasile reyndi síðar,
þegar bjart var orðið, að segja
hinum frá þessu — félögunum,
sem höfðu sofnað, vildu þeir
ekki trúa frásögn hans — og þó
höfðu þeir sofið, en hann, Vasile
hafði verið glaðvakandi — en
þannig voru mennirnir, eins og
hinn vantrúaði Tómas, þeir
urðu að þreifa á til þess að
trúa.....
Vasile sá veru í hvitri skikkju
nálgast. Færast nær sér hægt og
stöðugt. Hún gekk yfir snævi
þakta sléttuna, þessi vera, um-
vafin hirtu — og veran sjálf var
birta, Ijós, og svo var ljósmagn
hennar mikið, að Vasile furðaði
sig á að þeir skyldu ekki vakna,
félagar hans, og hann skildi það
alclrei.
En fyrir aftan veruna var eins
og löng Ijósrák í snjónum, —