Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 3

Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 3
RÖKKUR 51 Þetta var fyrir hér um bil þremur vikum. Og á þessum tima liafði áhugi hans vaxið eða dvínað; stundum liafði hann verið bjartsýnn, en á stundum lagðist í hann, að eitthvað illt væri í aðsigi. Það var satt, að Callander hafði sagt, að safnarar gam- alla húsgagna og annarra muna, höfðu ekki lagt leið sína til þessara eyja. Forfeður þeirra, sem settust að á þessum eyjum, höfðu siglt suður fyrir Horn-höfða*), og á seglskipunum, sem þeir notuðu til hinnar löngu sjó- ferðar frá meginlandinu og Bretlandseyjum, fluttu þeir vafalaust með sér mikið af húsgögnum, sem nú mundu mikils fjár virði. En skyldi honum nú heppnast að hafa upp á einhverju slíku? Hann varð einhverrar hreyfingar var á hinu þrönga far- þegaþilfari. Stúlka nokkur hafði komið út um einar dyrnar og stóð nú og horfði fram í skut og svo á eitthvað, að þvi er virtist, langt framundan. Svo sneri hún sér við og kom aftur á. Hún var há og grönn og mýkt í hreyfing- unum, eins og leikig væri á hljóðfæri og hver hreyfing væri tónum samstillt, tónum, sem aðeins hún heyrði. Hún var klædd blárri regnkápu með áfastri hettu, sem huldi næstum alveg hár hennar. Þetta var beltiskápa, eins og tíðkast í Evrópu — sniðið var vissulega ekki eftir Vesturheimstízkunni um þessar mundir. Catleigh hugs- aði eitthvað á þá leið, að stúlkan mundi vera frá London — eða kannske frá Dublin. Stúlkan gekk framhjá honum, án þess að hægja á sér eða greikka sporið. Það var sem hún tæki alls ekki eftir Catleigh, sem varð að þrýsla sér upp að boi'vstokknum til þess að hún gæti komizt fram hjá honum. Hann gat ekki varizt því að stara á eftir henni. Andlitið var for- kunnar fagurt, en fölvi á því í bjarma síðdegissólarinnar. Hann beið tíu mínútur eða svo, í von um að hún kæmi aftur, en að því er virtist, ætlaði hún að láta sér nægja þessa stuttu göngu. Hann var sannfærður um, að hún hefði ekki veitt sér *) Suðurodda Suður-Ameríku. 4*

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.