Rökkur - 01.06.1950, Side 6
54
RÖKKUR
sína, þótt þess væri raunar elcki þörf, þvi að þeir gljáðu
vel. Meðan hann var að þvo pér um hendurnar kom einn af
skipsmönnum og sótti töskur hans. Landgöngustundin var
upp runnin.
Catleigh fór í jakkann og setti á sig hattinn. Um leið og
hann fór út í göngin kom einn skipsmanna með töskur
úr klefa konunnar, sem ekkert vildi hafa saman að sælda
við Moxx. Catleigh stóð í gættinni meðan skipsmaður fór
fram hjá. Hann var með þrjár töskur, allar gamallegar
nokkuð, en úr góðu leðri. Fjöldi álímingarmiða var á
töskunum og af þvi augljóst, að eigandinn hafði ferðázt
allmikið. Á einni töskunni veitti Catleigh athygh upp-
hafsstöfunum M. O’D. Þeir voru málaðir með svörtum
lit á töskuendann.
Hann gekk á land og inn i timburbyggingu allmikla.
Var hún illa lýst og dragsúgur mikill. Catleigh tók sér
stöðu í röð farþega sem gengu meðfram löngu borði, en
innan við það voru tollskoðunarmenn, sem rannsökuðu
farangur manna, handahófslega nokkuð. Catleigh hugs-
aði lítt um tollskoðunina, viss að hann þurfti engu að
kvíða, og var allur hugur hans þessa stund bundinn við
stúlkuna, sem liann hafði séð á skipinu. Hann skimaði i
kringum sig og gerði sér vonir um, að hann fengi aftur
augum litið mærina fögru með bláu hettuna. En þegar
hann loks slapp út úr byggignunni með krítarmerki toll-
skoðunarmanna á töskum sínum, hafði hann gefið upp
alla von um að líta mærina augum framar. Mannmergð
mikil var í kringum hann.
I dyragættinni kom hann auga á gistihússendil frá
gistihúsinu, sem hann ætlaði að búa í.
„Hérna,“ sagði Catleigh, „takið við þessum töskum.“
„Já, herra, hafið þér pantað herbergi hjá okkur?“
,,Jó. Hversu langt er til gistihússins?“
„Þér farið kippkorn eftir árhakkanum — og þér munuð
brátt sjá ljósaskiltið.“
„Þökk, eg ætla að ganga þangað.“
Þegar út úr byggingunni kom var framundan torg, þar