Rökkur - 01.06.1950, Qupperneq 7
ROKKUR
55
sem var mergð leigubifeiða og einkabifreiða og fjölmennt
mjög. Hann furðaði sig á því, að dimmt var orðið —
dagur að kvöldi kominn. Strætisljóskerin vörpuðu frá
sér daufri birtu því að þokuslæðingur var í lofti.
Hann varð að nema staðar sem snöggvast aftan við bif-
reið, sem stóð kyrr og sá þá, að burðarmaður var að setja
í geymsluhólfið aftan í bifreiðinni töskurnar, sem auð-
kenndar voru mev stöfunum M. O’D. Þarna hafði óvænt
borizt upp í hendurnar tækifæri til þess að sjá aftur mær-
ina, sem hafði vísað herra Moxx á dyr. Hann greip pípu
sina og fyllti, fór sér að öllu hægt, og kveikti í henni —
skýldi loganum með hendinni þannig, að hann gat gægst
inn í bifreiðina um leið. f henni sat stúlkan með bláu
hettuna.
Hann hafði fikað sig nær og er stúlkan varð þess vör,
að kveikt var ljós svo nálægt bílrúðunni, sneri hún sér
við snögglega.
Andartak horfðust þau i augu. Svo var bilhurðnni
skellt og bifreiðinni ekið af stað og hvarf hún brátt í
umferðinni. Nú mundi hann að líkindum aldrei framar
sjá hana.
Hann gekk hægt yfir torgið, að götu sem þar var. Öðr-
um megin við götuna var grasflöt, og fyrir handan bygg-
ingar úr graníti og þeirra meðal ein turnbygging. Efst á
turninum var klukka, sem vart varð greind vegna þokunn-
ar. Andartak fannst honum, að hann væri kominn til Lund-
úna. Svo Likt var umhorfs þarna.
„Herra trúr,“ hugsaði Catleigli með sér, þegar liann sá
lögregluþjón alveg eins klæddan og „London-Bobby“
(Lundúna-lögregluþjón) koma á móti sér. Hann liafði
hjálm á liöfði og brugðið ólinni undir hölcu sér. Og liann
bar á herðum regnverju, sem var vot af þokusuddanum
og gljáði því öll. Þetta var maður hár vexti með dölíkleitt
efrivararskegg, og Catleigh gat ekki varizt því, að fara
að hugsa um lögreglukórinn í „Sjóræningjarnir frá Pen-
zance“. Og í þessum svifum bergmálaði í granítbygging-
unum klukknahljómur úr turninum.