Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 8

Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 8
56 RÖKKUR „Gott kvöld, herra,‘‘ sagði lögregluþjónninn og skrjáfaði í regnverjunni, er hann lyfti hönd sinni að heilsa. ,.Get eg orðið yður til aðstoðar?“ „Þakka yður fyrir,“ sagði Catleigh, „Eg er á leið til gistihússins. Eg tók það í mig að ganga þennan spöl.“ „Þessa leið, herra,“ sagði lögreglumaðurinn og benti með kylfunni. „Þér getið haldið áfram eftir götunni eða farið bakkann. Þetta er örstutt.“ „Þakka yður fyrir.“ „Ekkert að þakka, herra.“ Catleigh sneri við, fór yfir torgið, og gekk niður stein- tröppur, sem lágu niður á sjávarbakkann. Framundan gat að lita röð allskrautlegra ljóskera í boga, en vegna þok- unnar lýstu þau skammt og milli þeirra var kolamyrkur. Steinflögurnar voru ójafnar og hann hefði hnotið hvað eftir annað, ef ekki hefði verið þarna skjólveggur, fremur lágur, framarlega á bakkanum. Hann var í þann veginn að fara fram hjá smáhliði í skjólveggnum, þegar neyðaróp manns, sem virtist vart geta náð andanum, barst að eyrum hans. Hann nam staðar, ætlað varla að trúa sínum edgin ejr- um. Honum varð þegar Ijóst, að einhverjir voru að stimp- ast þarna. Hann starði fram undan, út í myrkrið. Hann sá eins og iðandi þúst, mjög óljóst, ómur af fótasparki og ragn barst að eyrum hans. Það var ekki umáð villast, að þarna virtist vera barist upp á líf og dauða. Þessi átök áttu sér stað á lítilli timburbryggju, sem bátur var festur við — on þústin smófærðist nær bátnum. Allt í einu tókst einum þeirra, sem þarna börðust, að rífa sig 'lausan af hinum, og hraðaði sér í áttina að tröpp- unum, en hann hafði ekki langt farið, er fjandmenn hans gripu hann af nýju, og nú hófst slagnrinn aftur. Catleigh var maður hugrakkur og drenglyndur og þótti ómannlegt að horfa upp á svo ójafnan leik. Hann gleymdi allri gæta|i og henti sér út í bardagann — og rak um leið upp bardaga- öskur sem Rauðskinni i vígahug. Á leiðinni niður hrasaði hann, enda heldur en ekki asi a honum, og kom svo illa niður, að hann mátti þakka sín-

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.