Rökkur - 01.06.1950, Qupperneq 9

Rökkur - 01.06.1950, Qupperneq 9
RÖKKUR 57 um sæla fyrir, að fótbrotna ekki eða fara úr öklalið. Þeg- ar hann hrasaði átti hann erftt með að ná andanum og af einhverri tilviljun þrýstist hatturinn niður yfir augu hans. Andartak lá haim eins og hann mætti sig ekki hræra, en svo flaug honum í hug, að á sig yrði ráðist þá og þegar, og reif hattinn frá augunum. Enginn var nálægt og bátur- inn var kominn kippkorn frá bryggjunni. Hann sá hóp manna á þilfari bátsins og í káetuglugga hátsins sá hann Kinverja nokkurn gægjast út. En í sömu svifum komst skrlður iá bátinn og hann hvarf á augabragði út í myrkrið. Catleigh svimaði lítið eitt, er hann staulaðist á fætur. A þessu augnabliki varð hann þess var, að hann var ekki einn á bryggjunni. 1 nokkurri fjarlægð frá honum staul- aðist maður nokkur á fætur og stritaði við að losa sig við poka, sem auðsjáanlega hafði verið keyrður yfir höfuð honum. Maðurinn var móður og másandi og hálf- snöktandi. „Hreyfið vður ekki úr sporum, maður sæll,“ kallaði hann hvasslega. „Þér lendið í sjónum, ef þér farið ekki gætilega.“ Hann gekk nær qg þreif í öxl honum. Þegar Catleigh snart við honum tók maðurinn viðbragð og reif sig lausan. Hann rauk af stað og reif af sér um leið hinn furðulega höfuðbúnað sinn. „Hæ, bíðið, þeir eru farnir,“ kallaði Catleigh. Maðurinn skeytti því engu og hvarf að kalla þegar út í dimmuna. Catleigh lagði af stað, en í sömu svifum straukst fótur hans við eitthvað. Hann beygði sig niður og tók þetta upp. Það reyndist vera hattur, þvældur og óhreinn, eins og traðkað hefði verið á honum. Catleigh hafði ekki séð framan í manninn, en þótt furöulegt væri fór að leggjast í hann hver maðurinn mundi vera. Hann tók eldspýtna- stokk upp úr vasa sínum, kveikti á eldspýtu og hélt á henni logandi inn í hattinum. Á svitabandinu voru staf- irnir T. M., með gullnu letri. „Alveg eins og lagðist i mig,“ hugsaði Catleigh. „Hann kom mér kunnuglega fyrir sjónir, þótt eg sæi ekki fram- /

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.