Rökkur - 01.06.1950, Side 10

Rökkur - 01.06.1950, Side 10
58 RÖKKUR an í hann. Temple Moxx — hvem þremilinn var hann ag þvælast hér þannig á sig kominn ?“ Hann heyrði þungt fótatak fyrir ofan sig. Sá, sem þar var á ferð, gekk hægt og örugglega. Á næsta augnabliki var beint að honum sterku vasaljósi. Fram á vegginn fyrir ofan hann hallaðist lögregluþjónninn, sem hann hafði rabbað við áður. „Hvað gengur á þarna?“ spurði hann. „Ekkert, það er að segja — eg fór hingað niður —“ „Bezt fyrir yður að koma upp aftur,“ sagði lögreglu- þjónninn. Þegar Catleigh staulaðist upp tröppurnar var hann gramur sjálfum sér. Hann hafði á tilfinningunni, að hann hefði hagað sér eins og bjálfi. Þegar upp kom gekk hann að ljóskeri, þar sem lögregluþjónninn beið hans. „Gengur yður erfiðlega að komast til gistihúss yðar?“ spurði lögreglumaðurinn. „Nei, eg fór niður tröppurnar, þvi að eg sá til nokk- urra Kínverja, sem voru að gera tilraun til þess að ræna manni.“ . ' Lögregluþjónninn hallaði sér fram á skjólvegginn og sagði svo: „Eg get ekki komið auga á neinn, herra,“ sagði hann og var auðheyrt á rödd hans, að hann leit á þetta nánast sem draumóra hans. „Þeir eru farnir. Þeir lögðu frá landi i vélhát, þegar eg æpti.“ „Þér segið, að nokkurir Kínverjar hafi verið að gera tilraun til þess að ræna manni?“ „Já, þeir höfðu komið poka yfir höfuð honum, svo að hann var að kafna og gat ekkert séð.“ „Tóku þeir manninn með sér?“ „Nei, þeir urðu skelkaðír þegar þeir heyrðu til min á leið niður tröppurnar. Hér er hattur mannsins.“ Lögregluþjónninn tók við hattinum. „Hvar er maðurinn?“ spurði hann. „Hann hljóp á brott.“ „Hljóp á brott? Hvers vegna?“

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.