Rökkur - 01.06.1950, Side 12

Rökkur - 01.06.1950, Side 12
60 ROKKUR firmans „Moxx og Hambly“ rynnu til hans, vegna hyggi- legra fasteignakaupa Moxx. Hann hafði vakandi auga á þvi, ef fasteign var til sölu hagstæðu verði, skógarspilda til timburhöggs föl til leigu eða námuvinnsuréttindi, og jafnan tókst honum að komast að hagstæðum samning- um — einhvern veginn. En væri um einhver mál að ræða, sem voru þess eðlis, að þörf var nákvæmrar þekkingar á lögum, leituðu menn jafnan til Johns Hambly, þótt hann væri hinn yngri þeirra félaga. Það varð ekki um Hambly sagt, að hann hefði neitt meiri áhuga fyrir réttlætinu en afbrotunum, hvorttveggja var nálægt þeirri vísindagrein — lögvísindunum — sem hann hafði fyllilega á valdi sínu og kunni að nota sér. Hann bar aðdáun í brjósti á félaga sínum, þótt hann hristi oft höfuðið yfir vinnuaðferðum Moxx og samning- um, er hann gerði, var honum óhlandin ánægja að þvi hversu snilldarlega honum fórst allt úr hendi. Það var í rauninni aðeins eitt, sem Hambly hafði láhyggjur af, og það var, að Moxx var ekki sterkur á svellinu, ef fagrar konur urðu á vegi hans. Og vitanlega var það vegna þess, að fögur kona hafði orðið á vegi hans, að við lá, að illa færi fyrir lionum þanra niðri við sjóinn þetta kvöld. Hann hafði ekki ætlað sér að missa sjónar af hinni ungu mær, sem hafði rekið hann út úr káetu sinni, og honum hafði flogið í hug, að verða á undan henni til gistihússins, og því ætlaði hann að fara eftir bökkunum. Hann hraðaði göngu sinni, en nam skyndilega staðar, er hann hevrði kallað á sig. Það var lcona, sem nefndi nafn hans. Hann horfði undrandi í kringum sig. „Hver — hver er þarna?“ spurði hann. Enginn svaraði. Hann bjóst til að leggja á flótta, er hann varð var við hreyfingar í nánd við tröppurnar, milli tveggja steinstöpla. Hann sá allt í einu óljóst, að stúlka stóð þarna í skjóli við annan stöpulinn og benti hon- um að koma. Og Moxx létti. F>TÍr nokkuru hafði hann komið sér í kynni við laglega kínverska sölustúlku, og þóttist hafa gildar ástæður til að ætla, að hún mundi þýð-

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.