Rökkur - 01.06.1950, Side 20

Rökkur - 01.06.1950, Side 20
68 ROKKUR . eii meðan Moxx ræddi við þjón sinn liafði hann haldlð til- finningum sínum i skefjum: „Af hverju sagðirðu lionum þetta? Eg þori að veðja um, að þessi guli skratti veit hver braust inn í skrifstofur okkar.“ „Nei,“ sagði Moxx. „Ling Phi er mér lrúr.“ „Mér líst elvki á þetta, Moxx. Það er ekki gott að koma sínum málum fram þegar rýtiugi er otað að manni að aft- anverðu frá.‘‘ „fLf keppinautar olckar væru heiðarlegir menn mundu þeir ekki beita svona aðferðum, Hambly. Þeir mundu fara til O’DonneUs gamla og kaupa timbrið. Þeir eru að reyna að hræða okkur. En þeim skal ekki verða kápan úr því klæðinu.“ Hann var að hugsa um að segja Hambly frá árásinni niður við höfnina, en afréð að gera það ekki. „Þú ert viss um, að veðsetningarskjalið er í geymslu- hólfinu í bankanum?“ „Jjá, því ekki að þinglýsa þvi. Þá hefðirðu viður- kenndan rétt til landsins og þyrftir engar áliyggjur að hafa.“ „Það væri óhyggilegt — of langt gengið — meðan O’Donnel gamli er enn á lífi.“ „Hann getur ekki lifað lengi úr þessu. Hann liggur rúmfastur— kemst ekki úr þvi hjálparlaust. Hann mundi aldrei fá vitneskju mn það og þú værir öruggur.“ „Eg er smeykur um, að það sé of seint nú,“ sagði hann með efahreim í röddinni. „Stúlkan er komin hingað.“ „Æ, já. Henni hafði eg gleymt. Varð þér nokkuð á- gengt?“ „Nei,“ sagði Moxx og fór eins og hjá sér. „Þá er taflið tapað. Þegar hún gengur á fund gamla mannsins kemst allt upp.“ „Það verður að koma í veg fyrir, að hún hafi tal af honum.“ „Hvernig ætti að fara að því. Hún hefir komið hingað alla leið frá írlandi — og það er ekki 50 kílómetra vega- lengd til húss frænda hennar á Clonaleur.“

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.