Rökkur - 01.06.1950, Síða 22

Rökkur - 01.06.1950, Síða 22
70 RÖKKUR „Eg skrifaði henni, að óhyggilegt væri fyrir hana að verja fé og tíma til þess að koma hingað, en hún kvaðst mundi koma —- var að þvæla um frændsemi og skyldu- rækni og þess háttar.“ „Hvað segir læknirinn um 0’Donnell?“ „Hann segir, að hann kunni að lognast út af hvenær sem er. Kannske er hann dauður.“ „Geturðu treyst lækninum?“ „Hefi eg ekld greitt honum 25.000 dollara?“ „ELrtu búinn að því?“ „Eg hefi lofað að greiða honum þá, þegar búið er að ganga frá dánarbúinu.“ „Kannske þú gætir fengið liann til þess að segja stúlk- unni, að hún ætti ekki að fara á fund gamla mannsins — það gæti riðið honum að fullu?“ „Ágæt hugmynd, Hambly, ágæt hugmynd.“ „Og svo er þjónustufólkið á Clonaleur?“ „Það gerir eins og eg skipa fyrir því. Eg greiði því hundrað dollara á mánuði. Og þau, hjónalevsin, fá 5000 dollara hvort, þegar allt er um garð gengið. Þau hætta ekki á, að gera mér neinar skráveifur.“ Hambly tók upp gulnuðu miðana. „Eg ætla að geyma þessa miða á öruggum stað — ef eitthvað óvænt gerist geta þeir komið að notum sem sönn- unargagn.“ „Gerðu það,“ sagpi Moxx glaðari i bragði og fór aftur að taka til matar síns. „En ekkert óvænt gerist.“ „Við skulum elxki fullyrða neitt um það,“ sagði Hambly. „Það leggst svo í mig, að eitthvað kunni að gerast. Ertu búinn að gleyma innbrotinu og hótununum ?“ „Eg skal segja þér að hvaða niðurstöðu eg hefi komist um þetta, Hambly. Einhver hefir augastað á Clonaleur, eins og við — af sömu ástæðum, — vill hagnast á timbur- sölu. Ef til vill hefir þessi maður reynt að ná fundi karls- ins, til þess að fala af honum eignina, en ekki tekist að ná fundi hans, sem ekki var von, því að eg hefi ekki þjónustu- fólk hans á launum til þess að sofa á verðinum. Það hefir strangar fyrirskipanir um, að enginn komist á fund gamla

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.