Rökkur - 01.06.1950, Qupperneq 24
72
ROKKUR
herra Moxx,“ sagði Catieigh, „en ihúarnir líklega, sumir
hverjir — láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna?“
Loks fékk Moxx mælt. Hann stóð snögglega á fætur.
.Heri’a Catleigh, mér þykir þetta mjög leitt. Eg er sann-
færður ums að grunur hefir fallið á yður alveg að ástæðu-
lausu. Eg vona, að þér haldið ekki, að eg —“
„Þér þekkið þá þennan heiðursmann, herra?“ sagði lög-
regluþjónninn og virtist mega riáða af svip hans, að þetta
væri allt öðru vísi en hann hafði búist við.
„Vissulega þekki eg hann,“ sagði Moxx stuttlega. „Það
ei að segja — eg — við kynntumst á skipinu á leið hingað
frá Seattle. Hvernig gat yður doltið í hug að —?“
Lögreglumaðurinn lyfti upp hönd sinni.
„Afsakið mig, herra. Eg rakst á herra Catleigh fyrir of-
an tröppurnar, skömmu áður en eg van5 var við yður.
Hann hélt á hatti í hendinni. Hinum sanxa hatti, sem þér
þekktuð — hattinum yðar. Lýsing yðar á árásarmanni yð-
ar gæti sem bezt átt við hann, herra. Þér eruð vissir xxm,
að hann er ekki maðurinn?“
„Þetta nær engri átt,“ sagði Moxx og gekk fram og
bjóst til að taka í hönd Catleigh.
„Herra Catleigh, mér fellur þetta mjög illa. Viljið þér
ekki snæða hádegisverð með mér á morgun. Eg mun reyna
að koma því til leiðar5 að l>ér fáið betra álit á okkur en þér
hafið fengið af fyrstu kynnum.“
Catleigh tók í hönd lxans framrétta, en sleppti henni
þegar aftur.
„Þökk,“ sagði hann, „eg var í þann veginn að setjast að
miðdegisverði, þegar lögreglumaðurinn kom. Ef málið er
til lykta leitt á viðunandi hátt mun eg hverfa aftur til gisti-
húss míns.“.
Lögreglumaðurinn ræskti sig.
„Herrar mínir, afsakið, en málið er ekki til lykta leitt.“
Hann opnaði litlu vasabókina sína og byrjaði að lesa:
„Klukkan sex var eg að gegna venjulegum varðskyldu-
störfum niðri á bryggju, þegar strandferðaskipið frá
Seattle kom. Eg veitti hexra Moxx athygli, er hann fór á-
samt öðrum farþegum. Hann lagði leið sína eftir bökkun-