Rökkur - 01.06.1950, Page 26

Rökkur - 01.06.1950, Page 26
74 ROKKUR „Já, já. Vitanlega. Allt gerðist eins og eg sagði, nema að margir menn réðust á mig. Eg heyrði vein og fór niður á bryggjuna til þess að athuga hvað um væri að vera.“ „Þér þekktuð engan þar?“ „Nei.“ „Hafið þér átt nokkur skipti við Kinverja, sem rekja mætti til, að ráðist var á yður?“ „Alls ekki. Um það er eg sannfærður. Mér þykir leitt, að hafa bakað yður svona mikið ómak. Þetta var heimsku- legt af mér, en eg var vist ekki alveg með sjálfum mér —“ „Jæja, herra, eg er á förum,“ sagði lögregluþjónninn og tók upp hjálm sinn. „En eg verð að bera upp eina spurn- ingu enn, áður en eg fer.“ Lögregluþjónninn stakk hendinni í vasann og tók upp úr honum dálítið gullnisti i keðju. „Þekkið þér þetta nisti?“ Varir Moxx urðu öskugráar. Etta átti þetta nisti. Hann hafði oft séð hana með það. „Nei,“ sagði hann. „Aldrei.“ „Það er einkennilegt, herra,“ sagði lögregluþjónninn, og þrýsti á fjöður svo að nistið opnaðist. I þvi var mynd af Moxx. Moxx horfði á nistið eldrauður í framan. „Þetta er svikabragð,“ tautaði hann. „Einhver er að reyna að koma mér í bölvun — eitthvert skítmenni. Eg hefi aldrei séð það fyrr. Sjáið, lögregluþjónn, myndin er klippt út úr blaði, — hver sem væri gæti hafa klippt hana úr því.“ „Nistið fannst á bryggjunni, þar sem þér týnduð hatt- inum yðar, herra. Þér þekkið ekki nistið?“ „Nei.“ „Gott og vel, herra. En furðulegt er það. Gerið svo vel að koma í lögreglustöðina á morgun, til þess að eg geti látið bókfæra framburg yðar.“ „Er það nauðsynlegt?“ „Eg er smeykur um það, herra .... Nú, herra Cat- leigh. Mér þykir leitt að hafa tafið yður svona lengi — og

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.