Rökkur - 01.06.1950, Qupperneq 27
ROKKUR
75
miðdegisverðurinn bíður yðar vafalaust enn. Viljið þér
að eg fylgi yður til gistihússins?“
„Nei,“ sagði Catleigh með áherzlu. „Eg vil fara einn,
ef yður stendur á sama.“
Hann kinkaði kolli til Moxx og þegar hann var kominn
út úr borðstofunni greikkaði hann sporið. Hann næstum
hljóp niður stigann. Hann heyrði lögregluþjóninn kalla á
ef.ír sér, en ansaði því engu. Hann vonaði, að fundum
þeirra bæri aldrei saman aftur.
Moxx lokaði dyrunum á eftir lögregluþjóninum og
studdist svo upp að dyrastaf og þurrkaði svitann af enni
sér. Honum var léttir af því, að hann var farinn, þótt fjarri
vær, að öllum áhyggjum væri af honum létt. Því næst gekk
hann til félaga síns.
„f hamingju bænum; Hambly, horfðu ekki svona á
mig,“ sagði hann.
„Hver er hún, Moxx?“
„Æ, eg verð víst að segja þér frá því. Það er kínversk
sölustelpa. Etta heitir hún. Eg hélt, að það hefði verið hún
sem kallaði á mig. Stúlka kallaði á mig. Þess vegna fór eg
niður á bryggjuna.“
Hambly var dauðskelkaður á svip.
„Kinverjar,“ sagði hann. „Þeir eru ekki nein lömb við
að leika,“ sagð hann. „Eg óttast —“
„Talaðu ekki svona heimskulega, Hambly, það er ekk-
ert að óttast. Hvað óttastu annars?“
„Að eg verði stunginn rýtingi í bakið — eða að poki
verði dreginn á höfuð mér og að mér verði svo hent í
höfnina.“
Moxx ýtti frá sér diskinum. Hann minntist þess hvernig
honum leið, er hann var að kafna í polcanum.
„Eg hefi misst alla matarlyst,“ sagði hann.