Rökkur - 01.06.1950, Page 29
RÖKKUR
77
hann gat ekki verið langt í burtu. Ef hann kallaði kynni
hann að heyra til hans, en — Kínverjinn mundi taka til
fótanna. Meðan hann hikaði bar allt í einu birtu út um
gluggann, sem hann stóð undir. Það hafði verið kveikt
ljós í herberginu. Kínverjinn leit í áttina til hans i sömu
svifum — og Catleigh var ekki i vafa um, að hann mundi
hafa þekkt sig þegar. Kinverjinn stakk hendinni leiftur-
hratt í vasa sinn. Catleigh sá eitthvað glitra í hendi Kín-
verjans og kastaði sér til hliðar. Rýtingur Kínverjans
skall i veggnum og valt í grasið. Catleigh beygði sig niður
til þess að gripa vopnið og skauzt svo fyrir hornið. Hann
dró andann djúpt. Yissulega munaði ekld nema liárs-
breidd, að liann slyppi við bana.
Það var dimmt þar sem hann stóð og ekkert hljóð
heyrðist — en raunar hafði ekkert hljóð heyrzt allan
tímann, nema þegar hnífurinn skall á veggnum. Kínverj-
inn hafði ekki tekið til fótanna að þvi er virtist — lield-
ur horfið inn í runnana. Vel gat verið, að liann biði þar
. enn. Catleigh handlék hnífinn. Þetta var ekki neitt leik-
fang. Blaðð var langt og mjótt. Þetta var rýtingur; sem
ætlaður var til að kasta.
Hann var ekki í vafa um, að Kínverjinn hafði þekkt
hann sem manninn, sem bjargað hafði lífi Moxx. Yitan-
lega gat Catleigh staðið á sama hvað varð um Moxx —
en hann var flæktur í málið. Hann gat ekki upprætt grun-
inn um, að hann væri við málið riðinn. Og þetta breytti
afstöðu Catleighs til lögreglumannsins. Hann hafði ekkert
a móti félagsskap lians nú.
Hann hugleiddi hvort hann ætti að kasta frá sér hnífn-
um, þar sem hann stóð, og hætta á að halda til gistiliúss
síns. En þá flaug honum Moxx í hug. Átti hann að aðvara
hann? Honum geðjaðist ekki að honum, en hann langaði
ekkert til að lesa í blaðinu næsta dag, að Moxx hefði verið
myrtur, ef aðvörun frá lionum gæti bjargað honum. Hann
var ekki að velta þessu neitt fyrir sér — lagði þegar leið
sina að fordyri hússins, gekk inn og hringdi dyrabjöllunni
í íbúð Moxx. Og hann var því feginn að komast inn úr
þokunni.