Rökkur - 01.06.1950, Qupperneq 30
78
ROKKUR
Ling Phi opnaði dyrnar og horfði með grunsemdarsvip
á hann. Catleigh gat ekki varist því að hugsa, að hann gæti
ekki snúið sér við i Port Albert án þess að sjá Kínverja.
„Eg þnrf að finna lierra Moxx.“
Ling Phi hristi höfuðið og ætlaði að skella i lás, en Cat-
leigh hindraði hann i þvi og ruddist inn, þnátt fyrir að
Ling Phi mótmælti skrækri röddu. Moxx og Hambly litu
á hann með furðusvip, er hann kom inn í stofuna.
„Mér þykir leitt að baka yður ónæði, herra Moxx, en eg
varð á vegi eins Kinverjans, sem reyndi að nema yður á
brott. Hann stóð niðri á flötinni og liorfði upp i gluggana
á íbúð yðar. Eg lield, að hann hafi þekkt mig — að minnsta
kosti varpaði hann þessum hníf að mér.“
Catleigh henti hnífnum á borðið.
Moxx reis skelfdur á fætur og Hambly varð fölur sem
nár og eins og hálfkæft hræðsluandvarp barst frá brjósti
lians.
„Herra Catleigh, eg . .“ byrjaði Moxx.
„Þakkið mér ekki. Eg er ekki að hugsa um annað en
bjarga sjálfum mér. Eg veit ekki í hvað þér eruð flæktur,
en hvað sem það er, flækið mér ekki inn í það. Og nú verð
eg að fara. Góða nótt.“
Hann var kominn niður í miðjan stiga, þegar Moxx,
sem hafði farið á eftir honum, náði i hann. Hann talaði i
hvíslingum:
„Eg fullvissa yður um það, herra Catleigh, að þér þurfið
ekki að óttast um öryggi yðar.“
„Það þykir mér vænt um að hevra. Eg geri ráð fyrir, að
þér séuð ekki í neinum vafa um hvernig í öllu liggur, en
\dtanlega kemur þetta ekki mér við.“
Moxx hikaði. Svo kinkaði hann kolli.
,,Eg lield eg viti það. Viðskipti. Einliver er að revna að
hindra mig i að ná ákveðnu marki.“
„Hvers vegna segið þér ekki lögreglunni frá þessu? Þér
beitið þó varla þeim viðskiptaaðferðum, að lögreglan megi
ekkert um það vita?“
„Eg get ekki sagt henni frá því,“ sagði Moxx og yppti
öxlum. Svo bætti hann við skjótlega: „Misskiljið mig ekki.