Rökkur - 01.06.1950, Side 31

Rökkur - 01.06.1950, Side 31
R Ö K K U R 79 Eg er ekki afbrotamaður, eins og þér kynnuð að ætla. En það er verið að reyna að hræða mig og það læt eg ekki bjóða mér.“ „Þér eigið við, að þessir náungar geri þetta aðeins í hót- unarskyni — muni ekki grípa til örþrifaráða til að kúga yður?“ „Eitthvað í þá átlina. Það yrði skopast að mér, ef eg færi að hera þetta í lögregluna.“ ' Catleigh liorfði athugunaraugum á Moxx. Andlitssvip- urinn minnti á slunginn fjárhættuspilara. Það var komið fram á varir hans að spyrja hann um kinversku stúlkuna, en hætti við það. „Þetta er mál, sem yður einan varðar, herra Moxx. Það er að minnsta kosti mér óviðkomandi. Góða nótt.“ Þegar Catleigh kom út á tröppurnar, fannst lionum, að þokan hefði beðið eftir sér til að gleypa liann. En það var eins og þokunni létti dálítið, þegar hann átti skammt eftir til gistihússns. Ilann gekk þvert yfir götuna og á gang- stéttina hinum megin. Hann sá allt í einu glampa á vota regnverju kunningja síns, lögregluþjónsins, sem næstum áður en hann vissi af var lcominn að lilið lians. „Eg missti sjónar af yður,“ sagði lögregluþjónninn kumpánlega. ,,Eg var að reyna að losna við yður,“ sagði Catleigh og hló. „Eg get ekki áfellst yður fyrir það,“ sagði lögregluþjónn- inn hlæjandi. „Hvar földuð þér yður?“ „I einni súlunni. Þær eru holar innan.“ „Já, það er alveg rétt. Þér hafið sannarlega ráð undir hverju rifi.“ „Eg þakka lofið. Heyrðuð þér til nokkurs meðan þér voruð að svipast eftir mér?“ „Nei,“ sagði lögregluþjónninn og horfði á hann. „Gerð- uð þér það?“ „Eg sá einn Kínverjanna, sem reyndu að ræna herra Moxx. Hann gaf nánar gætur að öllu — starði upp í glugg- ana i íbúð herra Moxx.“ „Aha,“ sagði lögregluþjónninn og nam skyndilega stað-

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.