Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 32

Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 32
80 RÖKKUR ar. „En, herra minn, það er erfitt að þekkja einn Kínverja frá öðrum.“ „Honum veittist ekki erfitt að þekkja mig aftur.“ „Eruð þér viss um það?“ „Hann varpaði rýting sínum að mér.“ „Og hæfði liann yður?“ „I hjartastað,“ sagði Catleigh gremjulega. Það skrjáfaði i regnverjunni. „Talið ekki um þetta af léttúð,“ sagði lögregluþjónninn. „Við Bandaríkjamenn erum léttúðugir — getum ekki að þvi gert.“ „Hvar er hnífurinn?“ „Að því er eg bezt veit á borðinu i borðstofu herra Moxx.“ „Aha,“ sagði lögregluþjónninn aftur. „Þetta virtist ekki skjóta herra Moxx skelk í brjngu. En liinn maðurinn varð dauðskelkaður.“ „Herra Hambly ?“ „Það má vera, að það sé nafn hans.“ „Félagi herra Moxx,“ sagði lögregluþjónninn eins og til skýringar. „Eg verð liklega að heilsa aftur upp á þessa heiðursmenn.“ „Þeir munu vafalaust fagna yður vel.“ „Um það efast eg. Farið að mínum ráðum, herra Cat- leigh. Farið ekki út úr gistihúsinu í kvöld.“ „Eg mun fela mig undir rúminu, ef þér óskið þess. Góða nótt.“ Það var aftur komin svarta þoka. Hann gekk áfram nokkur skref. Hann var aftur einn. „Moxx fær nú að kenna á því,“ hugsaði hann. „Lögregluþjónninn titlar hann „herra“ undir drep og spyr hann spjörunum úr, og hann kennir mér um það allt — en hann á vafalaust ekki betra skilið.“ — Og svo fór Catleigh að hugsa um gullnistið. Það var eitthvað meira en lítið gruggugt við þetta allt. Aður en liann varði var hann kominn að gistihúsinu, mikilli steinbyggingu. Milli götunnar og gistihússins var garður. Hann gekk inn um garðhliðið og að fordyrunum og inn í forsalinn, er liann hafði losað sig við regnfrakka

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.