Rökkur - 01.06.1950, Page 34

Rökkur - 01.06.1950, Page 34
82 RÖKKUR Eg hefi verið mjög áhyggjufullur og ekki orðið svefnsamt.“ Catleigh varð næstum hrærður af allri þessari um- hyggju. Hann gerði sér ljóst, að ekki mundi hægt að skýra itarlega frá þessu, nema bréflega, en gat þó ekki stillt sig um að spyrja: „Hvað var þér sagt um mig í síma?“ „Sá sem hringdi sagði mér að ráðleggja þér að hverfa frá Port Albert hið bráðasta. Þú hefir vænti eg ekki komist í tæri við Kínverja?“ Catleigh fór ekki að verða um sel. „1 hamingju bænum, Henry, segðu mér allt af létta.“ Rödd hans bar því nú vitni, að hann var skelkaður. „Eg held, að það hafi verið Kínverji, sem hringdi. Eg spurði hver það væri, sem talaði. En þá lagði þessi náungi heyrnartólið á. Hefir þú nokkra hugmynd um hvernig á þessu stendur?“' „Nei, Henry.“ Callender virtist létta. „Það er ágætt, gamli félagi. Þú tekur ekki hart á því, þótt „pabbi gamli“ sé að fjasa um þetta. Ferðin hefir gengið vel?“ „Ágætlega.“ — Catleigh reyndi að mæla hressilega. „Þakka þér fyrir að hringja.“ „Eg skrifa þér með flugpósti í fyrramálið. Vertu bless- aður — og góða nótt.1' Um leið og Catleigh lagði frá sér símann stóðu þeir upp, »em sátu við næsta borð, svo að hann sá greinilega stúlku nokkura, sero sat við þriðja borð frá honum. Hún var klædd svörtum kjól. Það var stúlkan, sem hann hafði séð á skipinu. Hún var með svartan floshatt með rauðu •karlatsbandi á. Það var eitthvað við hana, auk þess hve fögur hún var, sem lieillaði hann. Kannske það, að hún minnti hann á stúlkur hins gamla heims — Evrópu. Hann varð fyrir svipuðum áhrifum, er hann horfði á hana, og þegar hann hlustaði á óperettu eftir Victor Her- bert, eða horfði á málverk eftir Sargent. Augu hennar virtust grænleit. Hún horfði á hann án kulda, næstum

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.