Rökkur - 01.06.1950, Page 35

Rökkur - 01.06.1950, Page 35
ROKKUR 83 • hlýlega og af nokkurri forvitni og hvernig sem á því stóð roðnaði hann upp í hársrætur. Ósjálfrátt rétti hann úr sér og horfði i augu hennar. Unaðssælir ómar bárust að eyrum þeirra — ómar fiðl- unnar létu þar bezt í eyrum, allt varð með töfrablæ í augum hins unga manns, sem horfði á fegurstu stúlku, sem hann nokkurn tíma hafði augum litið. Öðrum konum hafði orðið tíðlitið til Duffs Catleigh, þvi að hann var fríður sýnmn og vel vaxinn, og fx-amkoman öll hin prúð- mannlegasta. En þessi stúlka var, að því er virtist, öðruvisi en allar hinar. Það var ekkert í tilliti hennar, sem honum var hvatning í, það vottaði aðeins fyrir nokkurri forvitni, eins og hann minnti liana á vin, sem hún hefði ekki litið langa hríð, og væri ekki alveg viss um að þekkja aftur, en hann þyrfti aðeins að standa upp, ganga nokkur skref, til þess að hún þekkti hann — aðeins sem ferðafélaga — en mundi taka lionum vinsamlega. Hann var í þann veginn að standa upp, er þjónn kom allt í einu og nam staðar milli borðanna — og skyggði á hana. Þar stéð hann um stund. Hann beið þess, að þjónn- inn færi, en þegar hann var farinn var hún horfin. Honum fannst allt í einu, að hann væri ákaflega ein- xnana. Hann kvaddi til þjón sinn, kvittaði fyrir það, sem hann hafði neytt, gekk fram i forsalinn, liirti yfirlxöfn sina og gekk að lyftudyrunum. Þegar hann fór þaðan hafði ljós logað á lampa i loftinu, en nú var búið að slökkva á honum, en hinsvegar logaði á standlampa, sem stóð við hægindastól. Rúmábreiðan lxafði verið dregin aftur til hálfs, til þæginda fyrir liann, er liann færi að hátta, en svefnföt hans og innisloppur og inniskór nærtækt. — Hann var i þann veginn að fara að afklæða sig, er mynd stxílkunnar fögru sveif fyrir lxugskotsaugu hans. Honum fannst hún hoi'fa á sig, eins og liún óskaði þess, að hann kæmi til liennar og ávaipaði liana. Honum sveið, er hann hugsaði til þess, að það eitt, að enginn hafði verið til að kynna þau, skyldi hafa hindrað kynni þeirra, og allt í einu fannst honum óbærilegt til þess að hugsa að lialda kyrru fvrir í herberginu, svo vinalegt og hlýlegt sem 6*

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.