Rökkur - 01.06.1950, Side 36
84
ROKKUR
það var þó. Gramur í skapi fór hann að hafa fataskipti.
Hann var i tíu mínútur að hafa fataskipti og fór nú i
föt úr ullarefni. Pípu sinni og tóbakspung stakk hann í
vasann og setti hatt sinn á höfuðið. Er niður kom keypti
hann sér eldspýtur og tóbak. Hann var að stinga tóbakinu
í vasann, þegar hann allt í einu kom aftur auga á stúlkuna,
sem hann hafði orðið fyrir svo miklum áhrifum af. Hún
fór gegnum forsalinn og inn í setustofuna. Hún var klædd
í dragt úr ullarefni og hélt á regnkápu á handleggnum.
Hann sá hana ganga að stól út við einn gluggann. Stólhnn
var með háu baki og er hún var sezt var hún gersamlega
hulin sjónum hans.
Hvert ætlaði hún á slíku kvöldi sem þessu? Einkenni-
legar tilfinningar, blandnar forvitni og afbrýðisemi, náðu
valdi á honum. Hann ásetti sér að komast að raun um
eftir hverjum hún væri að bíða, tók af sér hattinn og sett-
ist skammt frá henni, en þannig, að hún gat ekki séð hann.
Hann þurfti ekki lengi að bíða.
Einn af vikadrengjum gistihússins, einkennisklæddur,
gekk til hennar og mælti lágt og kurteislega:
„Ungfrú Maureen 0’Donnell?“
Catleigh mundi vel eftir upphafsstöfunum á töskum
hennar. Svo að hún hét Maureen O’Donnell — fagurt nafn,
nafn, sem ómaði sem unaðslegur tónn. Hún svaraði drengn-
um, einkennilega mjúkri og fagurri rödd, með hreim, sem
bar þvi vitni að hún var frá Dublin, þótt aðeins vottaði
fyrir vestur-írskum málhreim:
„Eg er Maureen 0’Donnell.“
„Bifreið yðar er komin, ungfrú.“
„Biddu bifreiðarstjórann að koma hingað inn — þegar.“
„Hingað?“
„Vissulega. Eg verð hér.“
Vikadrengurinn fór og kom aftur að vörmu spori og í
fylgd með honum bifreiðarstjóri í dökkleitum einkennis-
búningi, sem hélt á liúfu sinni í hendinni. Catleigh virti
manninn fyrir sér. Hann var lágvaxinn, en sterklegur,
breiðleitur og hrokkinhærður. Augljóst var, að maðurinn
hafði einhvrn tíma nefbrotnað. Hann nam staðar fyrir