Rökkur - 01.06.1950, Side 38
86
RÖKKUR
„Viljið þér aka með mig til Clonaleur?“
,,I kvöld, ungfrú?“
„Vissulega.“
„t>að er orðið nokkuð áliðið að leggja í slíkt ferðalag.“
„Það verður enn seinna, ef það dregst á langinn, að
við komumst af stað.“
Maðurinn hló aftur með sama ánægjuhreimnum í
röddinni.
„Eg' verð víst að reyna það,“ sagði hann.
— Þau gengu fram hjá Catleigh, en hvorugt sá hann.
Hann fór í humáttina á eftir þeim, og er hann kom út á
tröppurnar var hifreiðin komin af stað. Það vUr dökk,
lokuð bifreið, sem þau óku i.
I sömu svifum var annari bifreið ekið á eftir þeim.
Um leið kom Catleig'h auga á bifreiðarstjórann. Það var
Kínverjinn, sem hann hafði séð í káetuglugganum, sá
hinn sami, sem kastað hafði rýtingnum að honum. Það
var ekki í fyrsta skipti í kvöld, sem hann varð gripinn
ótta, en — nú var hann óttasleginn stúlkunnar vegna.
Hann stóð þarna eins og hjálparvana — því að hann sá
ekki fram á, að hann gæti gert neitt.
Ungfrú Maureen O’Donnell, fná Menlokastala við Cor-
ribvatn í Galwayhéraði, írlandi, hallaði sér aftur í hinni
lokuðu bifreið, sem hún hafði leigt til fararinnar til Clo-
naleur. Maureen var borin og barnfædd i kastala, en
hún hafði htið haft af því að segja, að ferðast i bifreiðum,
og hún hafði ekki haft kynni af nema gömlum lélegum
bifreiðum. Heima hafði henni fallið bezt að aka í hest-
vagni, og nóg var af þeim, en enn betur að ferðast um
sveitina í veiðivagni, en þeir voru að kalla úr sögunni.
Henni fannst þessi skínandi, fallega bifreið dásamlegt
farartæld. Sætin voru mjúk og þægileg og bifreiðin upp-
hituð. Hún lét fara vel um sig, vafði teppi um fætur sér
og liorfði á bifreiðarstjórann við aksturinn.
Enn var þoka og umferð var ekki mikil. Hann ók gæti-
lega einkum þegar hann beygði fyrir horn.
„Þér akið vel, maður minn,“ sagði Maureen.