Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 39

Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 39
RÖKKUR 87 Hann sneri höfði sínu til hálfs eins og til þess að heyra betur og sagði: „Hvað sögðuð þér, ungfrú?“ „Eg sagði: Þér akið vel, maður minn.“ Þag var engu likara en það væri stutt í henni, af þvi að hún þurfti að endurtaka það, sem hún var búin að segja. Hann ók liægara, til þess að hann gæti horft um öxl — og virti hana fyrir sér. „Þér eruð útlendingur, ungfrú?‘‘ „Hvénær var farið að líta á írland sem „útlönd“, þar sem samveldisfáninn brezki blaktir, maður minn? Irland er orðið lýðveldi, en þegar við ferðumst, erum við brezk, og vildi eg mælast til að þér uppnefnduð mig ekki.“ „Eg sá á öllu, að þér eruð ekki héðan. Konur hér segja ekki „maður minn“.“ „Og livað segja þær?“ ,,„Bilstjóri“ eða „Mac“.“ „Og hvað er athugavert vig að segja „maður minn“?“ „Eg er það ekki.“ ,Maður eruð þér þó?“ „Já, ungfrú, en —“ „Og þér eruð að starfa fvrir mig á þessu blessaða kvöldi þokunnar, og náttmyrkursins.“ ,Já, ungfrú, en —“ „Þá get eg sagt við vður „maður minri“,“ sagði ungfrú Donnell með dálitlum sigurlireim i röddinni. „Haidið áfram.“ Bifreiðarstjórinn hló. „Hafið þér nokkurn tíma kysst Blarney-steininn, ung- f rú ?“ „Já, þegar eg-var fjögurra ára. Eg man vel eftir því. Faðir minn var með mér. Eg skreið gegnum gatið við Blarney kastalann og týndi liattinum mínum. Hvers vegna spyrjið þér?“ „Mál yðar lætur mér vel í eyrum.“ „En þér hafið enga tryggingu fyrir, að eg segi satt.“ „Eg get verið liðtækur að dikta eitthvað upp — við erum víst þannig gerðir, Irar.“

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.