Rökkur - 01.06.1950, Page 40

Rökkur - 01.06.1950, Page 40
88 R Ö K K U R „Vissulega eruð þér ekki íri — eða livað?“ „Afi og amma komu þaðan?‘‘ „Hver skyldi trúa? Og hvaðan?“ „Frá Aran-eyju.“ „Á Galway-flóa. Veðurbarðar eyjar, nokkur kræklótt tré, sem sveigjast öll til annarar hliðarinnar. Og hvaða nafn var yður gefið?“ ,,0’Flaherty.“ „Jæja, af grimmdarseggjum eruð þér þá kominn, mað- ur minn. Guð sé oss næstur,“ sagði Maureen liátíðlega. Bifreiðarstjórinn gal ekki stillt sig og fór að skelli- hlæja. „Það er vel, að eg hefi bifreiðarskírteini mitt með áfastri mynd meðferðis. Það ætti að vera gild sönnun þess, að eg sé heiðarlegur maður. Hvers vegna sögðuð þér þetta, ungfrú?“ „Þessi dómur um O’Flaherty-ættina var greyptur i stein við vesturhliðið í Galway fyrir mörgum öldum. Menn af þessari ætt höfðu illt orð á sér, og fyrirskipað var að þeir skyldu réttdræpir á götum borgarinnar, svo og 0’Donnellarnir.“ Og svo bætti hún við, eins og rödd hennar bærist að úr fjarska. „Og eg er O’Donnell." „Svo yðar ætt var bönnuð líka.“ „Þetta var á vargöld og víga — og menn voru grimmir. Akið áfram. Eg hefi um margt að hugsa.‘, O’Flaherty gaf sig allan að akstrinum. Einkennilegar tilfinningar bærðu á sér í brjósti hans, löngun til dáða. Hún hafði rétt fyrir sér. Hann var hennar maður, henn- ar þjónn, og hann var reiðubúinn að leggja fram krafta sína heunar vegna. Hann var alveg sannfærður um, að liann hefði aldrei tekið að sér að fara i þetta ferðalag, ef augu hennar og rödd hefðu ekki liaft þessi áhrif á hann. Hann var mjög í efa, hvernig fara myndi. Þegar hann hafði sagt, að hann hefði komið tvisvar til Clonaleur hafði hann sagt satt — en ekki allan sannleikann. Hann hafði tvívegis farið inn á Clonaleur-jarðeignina, en ekki

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.