Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 42

Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 42
90 RÖKKUR við prakt og prjál, en því fór fjarri, að svo væri. Hún var ekki að kugsa um skartklædda aðalsmenn og konur, við- hafnardansleiki i glæstum höllum, og annað þess háttar, heldur minntist hún þess, er hænsnahópurinn hvað eftir annað komst inn í eldliúsið í Menlo-kastala, og ekki ósjaldan inn i sjálfa viðhafnarstofuna, ef dyrnar höfðu verið skildar eftir opnar i ógáti. Þeir tímar voru löngu liðnir, er efni voru fyrir hendi til þess að hafa þernur og þjóna i Menlo-kastala, og þvi engir til þess að hrinda innrás hins fjaðraða hers. Mau- reen var að hugsa um hvort það myndu vera hænsni í Clonaleur, og hvort þau mundu nokkum tima komast inn i húsið. Hún vonaði, að svo væri, þvi að þá mundi henni líða betur í návist föðurbróður síns, þá mundi hún vera þar eins og „hún væri heima hjá sér“. Já, Phelim O’Donnell — svo hét föðurbróðir hennar, sem hún hafði aldrei augum litið. En hún hafði heyrt hans getið við og við allt sitt líf. Faðir hennar og Phelim voru tvíburar. Þeir höfðu deilt um föðurleifð sína, Menlo-kastala, bændabýhn, sem þar voru, mómýrarnar og annað. Á banabeði sínum hafði gamli maðurinn, faðir þeirra, — sem hafði gert hverja vitleysuna af annari ailt sitt líf — gert þá reginskyssu, að skipta jarðeigninni í tvennt, og eftirláta hvorum um sig sinn hluta í þeirri von, að ckkert myndi frekara verða þeim deiluefni. Brian vildí halda áfram að nýta landið með búskap eins og það ávallt hafði verið nýtt, en Phelim vildi nota allt landið til skógræktar, og hagnast á timbur- sölu, er tímar liðu, -— nógur markaður mundi verða fyrir timbur í Dublin og Cork. Brian hló að þeirri hugmynd, að bíða hálfa öld eftir auði. Þeir deildu um þetta mánuð- um saman, og lauk þeirri deilu þannig, að Phelim seldi sinn hluta og fór út í víða veröld. Ekki höfðu þeir skrifast á bræðurnir, en fregnir bárust iðulega af ferðum Phelims. Hann fór viða um, stundaði búskap í Argentínu, var gullgrafari í Ástralíu, var orðinn auðugur filabeinskaupmaður í Afriku — og svo fréttist.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.