Rökkur - 01.06.1950, Page 43
RÖKKUR
91
að hann væri orðinn skógarhöggsmaður í British Colum-
bia. Eitt sinn, nokkuru áður en Maureen fæddist, kom
skip hlaðið furuborðum i Galwayhöfn, og var viðurinn
notaður tíl þess að þilja lesstofu föður hennar í Menio
kastala. Hún mundi vel eftir því enn, er hún sat í þessari
stofu, htil telpa; mó var brennt í eldstónni og rauðum
glömpum brá fyrir á timhurþiljuðum veggjunum. Þarna
var gott að vera á kvöldin, þegar kalt var í veðri, og er
búið var að kveikja á kertaljósunum var ævintýrabjarmi
á öllu. Þetta var áður en eldur lagði hálfan Menlokastala
í rúst og þau urðu að flytja inn i austurálmuna. Skömmu
seinna dó afi hennar. Eftir það heyrði hún æ sjaldnar
minnst á Phelim og skógarhögg hans í British Columbia.
En Brian gamh hafði látið föður hennar lofa sér því, að
hann skyldi aldrei sættast við Phelim.
Þetta loforð hafði verið haldið. Það var ekki fyrr en
móðir Maureen var látin og faðir hennar var farinn að
þrá hvíldina eihfu, sem hún heyrði aftur á hann minnzt.
Menlo var ekki lengur eign þeirra nema að nafninu,
margveðsett, jafnvel turnarnir á hallarálmunni, sem eftir
stóð, akrarnir illa með farnir og mergsognir og snauðir
af frjóefnum, en faðir henriar ól enn sína drauma um
að reisa þar allt af grunni, svo að Menlo yrði nýjum ljóma
orpið.
„Það getur verið að Phelim sé látinn, dóthr,“ sagði
faðir hennar. „Það er orðið langt um liðið siðan er eg
heyrði frá honum en liann er sá eini, sé hann á lífi, sem
nú getur bjargað Menlo. Ef hann er á lífi mun hann gera
það vegna nafnsins, sem hann ber. Eg hefi efnt það lof-
orð, sem eg gaf föður mínum, að sættast eklci við Plielim,
en þú liefir engu lieitið í því efni. Ef eitthvað er satt í sög-
unum um auðlegð hans, ætti hann að minnsta kosh að
vera allvel fjáður. Segðu honum, að Menlo sé í rústum,
og allt sé undir honum komið. Þette hið eg þig að annast,
þegar eg er látinn.“
Maureen mundi, að afi hennar var hátt á sjötugs aldri,
er hann lézt. Og Phelim var nú liiáaldraður maður. Kann-