Rökkur - 01.06.1950, Blaðsíða 44
92
ROKKUR
ske mundi hann ekki i lifenda tölu, er hún kæmi til Clo-
naleur. Um þetta allt hugsað hún nú — og drauma deyj-
andi föður síns.
Þegar hann dó var ekkert eftir og hún var reiðubúin
að hætta baráttunni og sagði það við lögfræðing ættar-
innar, Simon Murdoch, í skrifstofu hans í Galway. Simon
var gamall maður. Hann sat við skrifborð sitt með bréf
i hendi, setti á sig gleraugun og mælti:
„Eg er hér með dálítið, sem eg verð að segja þér frá,
Maureen. Eg hefi fengið bréf frá umboðsmanni föður-
hróður þíns. Þessi maður hetir Temple Moxx.“
„Er þá föðurbróðir minn, Phelim, á lifi?“
„Hann er á lifi en hann er fátækur eins og þú. Herra
Moxx segir, að hann skorti fé til að greiða skatta og skyld-
nr af eign sinni.“
„Hversu mikið fé skortir hann?“
„Um það er eklci stafur i bréfinu. Það er aðeins spurt
um það, hvort hér sé nokkur, sem geti greitt fyrir hann.“
„Hvernig stendur á, að þú fekkst þetta bréf?“
„Það var skrifað utan á það til afa þíns, en eg var um-
boðsmaður hans. Menn af minni ætt hafa farið með mól
O’Donnell-ættarinnar í fjóra ættliði.“
„Eg veit það.“
„Og farizt það laglega úr hendi, eða htt heldur,“ tautaði
Murdoch gamli. ,,En þetta bréf — mér — tja, það er eitt-
hvað grunsamlegt við þetta.“
„Hvers vegna?“
„Eg er reyndur í viðskiptum. Og það legst i mig, að
þess Moxx sé argasti lygari.“
„Þú hefir lesið bréfið, en eg ekki.“
„Lestu það,“ sagði hann og rétti henni það.
Þegar hún hafði lesið það sagði hann:
„Skilurðu nú við hvað eg á?“
„Nei."
„Jæja, en mergurinn málsins er þetta: Phelim á jarð-
eign — miklar lendur, en þær eru einskis virði til neins.
Þó vex skógur á þeim, en trén eru rotin. Og frændi þinn
er svo fátækur, að Moxx þessi hefir gert það af velvild