Fréttablaðið - 08.02.2023, Síða 26

Fréttablaðið - 08.02.2023, Síða 26
Ford tekur við af Honda sem hefur séð Red Bull fyrir vélum og stígur inn í stöðu sem Porsche átti að taka. njall@frettabladid.is Ford hefur skrifað undir sam- starfssamning við Red Bull og systurlið þess Alpha Tauri og snýr aftur í Formúluna frá 2026–2030 að minnsta kosti. Þetta er í fyrsta skipti sem Ford kemur í Form- úlu 1 í 18 ár, en árið 2004 sá Ford Jordan-liðinu fyrir vélum ásamt því að reka sitt eigið lið undir nafni Jagúar. Ford hefur gert góða hluti í Formúlu 1 gegnum tíðina og hefur unnið þriðju flesta titla nokkurs vélarframleiðanda, eða tíu titla framleiðenda og þrettán titla ökuþóra. Einnig hefur Ford verið í vinningssæti alls 174 sinnum í keppnum Formúlu 1. Síðasti titill Ford var með Benetton-liðinu þegar Michael Schumacher hreppti heimsmeistaratitilinn árið 1994. Þegar er hafin þróun á vélunum sem notaðar verða árið 2026 en þær þurfa að nýta meira rafmagn og ganga fyrir tilbúnu eldsneyti. Þróunarvinnan fer fram hjá Red Bull Technologies en Ford mun hafa mikil áhrif á þróunina með því að koma svona snemma inn. Ford tekur við af Honda sem hefur séð Red Bull fyrir vélum og stígur í raun og veru inn í stöðu sem Porsche átti að taka. Talið er að fleiri þættir hafi einnig haft áhrif á ákvörðun Ford. Í fyrsta lagi eru vinsældir Formúlu 1 í Bandaríkj- unum á hápunkti en þrjár keppnir fara þar fram ár hvert auk þess sem Netflix-sjónvarpsþátturinn Drive to Survive er mjög vinsæll. Auk þess stendur til að General Motors, erkióvinur Ford í Bandaríkjunum, komi inn í Formúluna gegnum Cadillac. Til stendur að stofna nýtt lið með því nafni sem Michael Andretti mun stjórna en hann er sonur fyrrverandi meistara Indycar og Formúlu 1, Mario And- retti. Eignarhald í Formúlu 1 getur verið f lókið og aðkoma Ford að tilurð Red Bull-liðsins er athyglis- verð. Fyrir næstum þremur áratugum fékk Sir Jackie Stewart Ford til að fjármagna nýtt Form- úlulið. Liðið hans hét einfaldlega Stewart Grand Prix og keppti í þrjú tímabil og vann aðeins eina keppni, á Nurburgring árið 1999. Þá seldi Sir Jackie liðið til Ford sem breytti liðinu til að nota Jagúar-merkið næstu fimm árin. Jagúar gekk ekki vel í Formúlu 1 og gerði lítið til að auglýsa merkið eins og ætlunin var. Þá seldi Ford liðið til orkudrykkjafram- leiðandans Dietrich Mateschitz og fimm árum seinna vann Red Bull Racing sinn fyrsta heimsmeistara- titil, þann fyrsta af fjórum með Sebastian Vettel. Núna er Ford að koma aftur inn í Formúluna með liðinu sem það tók þátt í að búa til seint á síðustu öld. n Ford kemur aftur í Formúluna Barrichello keyrir á Stewart-Ford bíl sínum á Hungaroring árið 1999. mynd/epa njall@frettabladid.is Þar sem þriðja kynslóð Volkswa- gen Touareg kom á markað árið 2018 er kominn tími á andlits- lyftingu bílsins, en samkvæmt nýjustu njósnamyndum Auto Express er líklega stutt í að hann verði kynntur. Aðeins er um lítils háttar útlitsbreytingar að ræða en aðaláherslan er á tækniþáttinn svo að hann geti betur keppt við nýjan Mercedes-Benz GLE til að mynda. Bíllinn mun koma á MLB Evo-undirvagninum eins og áður svo að vélbúnaður mun ekki breytast og því er líklegast að við sjáum hann helst hérlendis í tengil tvinn útgáfunni sem er 456 hestöfl samtals. Hvort breytingar á mælaborði eins og í nýjum ID.7 komi fram í þessum bíl á þó eftir að koma í ljós. n VW Touareg fær smávægilega andlitslyftingu Breytingar að framan eru helst á grilli, VW merki og aðal- ljósum en einnig hafa loftinn- tök stækkað nokkuð. mynd/aUTO eXpReSS 522 4600 www.krokur.net Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum Taktu Krók á leiðarenda Vesturhraun 5 210 Garðabær á þinni leið 12 BÍ L A BL A ÐI Ð 8. febrúar 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.