Fréttablaðið - 08.02.2023, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 08.02.2023, Blaðsíða 29
Nú fyrir skemmstu kom fram stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoð- unar um innheimtu dómsekta. Skýrslan sýnir svart á hvítu að inn- heimta sekta, meðal annars vegna skattalagabrota á Íslandi er langt frá því að standast væntingar og er hlutfall innheimtra dómssekta mun lægra hér á landi en tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Þetta er engin nýlunda en stofnunin hefur bent á þetta frá árinu 2009. Þetta ber að líta alvarlegum augum. Skattar eru undirstaða allra útgjalda hins opinbera, án þeirra getum við ekki viðhaldið þeim inn- viðum sem við svo mjög treystum á í daglegu lífi. Innheimta dóms- sekta er mikilvægur liður í öflugu skattkerfi en sömuleiðis þurfum við að huga að því að skattkerfið í heild sinni sé þannig úr garði gert að það standi undir hlutverki sínu sem tekjuöf lunartæki ríkissjóðs. Þar er víða pottur brotinn og lagði ég m.a. fram frumvarp fyrr í vetur sem ætlað er að stemma stigu við ákveðnum annmörkum á reiknuðu endurgjaldi, en þar beini ég sjónum mínum sérstaklega að einstakling- um sem hafa umsjón og umsýslu með fjárfestingum í eigin félögum, félögum sem talist geta óvirk í skattalegu tilliti, að því leyti að þau greiða hvorki tekjuskatt né trygg- ingagjald en það er mikilvægt að öll starfsemi standi skil af sköttum og skyldum. Þetta er jafnframt liður í umræðunni um ofnotkun á einka- hlutafélögum, en um 18.000 slík félög eru skráð í skattagrunnskrá á sama tíma og rannsóknir sýna að 71% rekstraraðila skilar engum tekjuskatti, um 55% rekstraraðila greiða engin laun og um 42% greiða hvorki tekjuskatt né tryggingagjald. Í mínum huga er ljóst að endur- skoða þarf skattaumhverfi hér á landi í mjög stóru samhengi, allt frá skattaundanskotum, lagagloppum eða fullnustu refsinga en úttekt Ríkisendurskoðunar leiðir í ljós að afplánun refsinga er ítrekað tekin út með vararefsingum svo sem sam- félagsþjónustu. Það rýrir fælingar- mátt refsingarinnar svo um munar að „vinna“ af sér hundraða milljóna skattabrot með samfélagsþjónustu, ég hef því lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem ég óska frekari útlistana á þessu fyrirkomu- lagi. n Hindrum undanskot Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður VG og formaður fjárlaga- nefndar Sætaferðir frá HGSÍ planinu (Heilsu- gæslustöð Íslands) sem var áður BSÍ (Bifreiðastöð Íslands) í hjarta Reykjavíkur. Þúsundir Íslendinga bíða eftir sínum lýðheilsuvagni á planinu, þrír vagnar frá þremur mismunandi félögum eru mættir tilbúnir í hring- ferð um Ísland. Nokkrir sjúkrabílar eru á stöðugum þeytingi frá planinu upp á Landspítala. Allir vagnarnir eru stórir og glæsilegir í mismun- andi litum. Aftasti vagninn er grár, á honum stendur Heilsugæsla eingöngu fyrir bólusetningar. (Á Íslandi er engin heilsu-GÆSLA heldur íverustaðir fyrir lækna þar sem enginn er boðaður í skipulegt eftirlit). Vagninn í miðjunni er hvítur með stóru rauðu hjarta. Framan á vagninum stendur: Ekki á leið. Enginn árgangur hefur verið boðaður í skipulagða hjarta-VERND á Íslandi. Fremsti vagninn er fölbleikur á honum stendur krabbamein. Undir stýri situr fullorðinn maður sem stýrir vagninum. Ég stend fyrir framan fremsta vagninn og tek eftir að bílstjórinn lítur í baksýnisspegil- inn. Allt í einu uppgötvar hann að í nærri 70 manna rútu eru bara 3 sæti, eitt barnasæti og tvö fullorðinssæti. Það er löng biðröð við fölbleika vagninn. Bílstjórinn tilkynnir hópnum við rútuna að eingöngu er eitt barnasæti fyrir HPV og tvö full- orðinssæti, eitt fyrir brjóstakrabba- mein og eitt fyrir leghálskrabba- mein, það er allt og sumt. Maður í biðröðinni kallar: „hvað með okkur hin?“ um leið og bílstjórinn í sætinu lokar dyrunum. Hrundans forvarnarheilbrigðis- kerfisins er fyrir löngu hafinn. Aðdragandinn er mjög langur eða yfir 50 ár, það er íslenska ríkið sem fær hér falleinkunn og sum áhuga- mannafélög. Af leiðingar af dugleysi ráða- manna eru nú þegar gífurlegar; að lítið vitrænt hefur áorkast. Eins og allir vita hvað það þýðir, þegar sagt er að gera sjóklárt á sjó- mannamáli. Það er ekki til í okkar forvarnar- heilbrigðiskerfi. Blái naglinn hefur unnið að hug- myndinni, að koma upp virku for- varnarhúsi, sem væri málað í þrem- ur táknrænum litum. Rauður fyrir Ferðin sem var aldrei farin Jóhannes V. Reynisson forsvarsmaður Bláa naglans blóðrannsóknir, gulur fyrir þvag- rannsóknir, grænn fyrir skimun. Verkefnið kallast B.U.S. og stend- ur fyrir blood, urine, screening og er hugsað sem Medtube eða lýðheilsu- göng. Í þessu forvarnarkerfi sem byggt er á forvarnarstöðvum, mörgum meinum, snemmgreiningu og vinnsluhraða. Í upphafi er kostnaðurinn lítill miðað hvað ávinningurinn yrði mikill. Aðeins um heilbrigðiskerf ið okkar. Barnaeftirlit frá fæðingu til fjögurra ára aldurs . Svo kemur HPV (Human Papil- loma Virus) fyrir stúlkur um tólf ára aldurinn, leghálskrabbameins- leit um 23 ára aldurinn og brjósta- skimun við 45 (50) ára aldurinn. Eins og í öllum vestrænum ríkjum eru þessi heilbrigðiskerfi að sliga þessi samfélög. Öll kerfin byggja á sjúkrahúsum en ekki forvarnarhúsum og afleið- ingarnar eru að koma í ljós. Tökum frumkvæðið og tökum stóra stökkið; hugsum dæmið upp á nýtt. Hér kemur hugmynd um tíma- setningu í B.U.S. Medtube lýðheilsu- forvarnarkerfi: A. Ungbarnaeftirlit 0-4 ára B. Barnaeftirlit 4-12 ára C. Ungmennaeftirlit 13-20 ára D. Fullorðinseftirlit 20-67 ára E. Eldriborgaraeftirlit 67 plús Frá fæðingu til dauða. Nýir tímar, ný hugsun, ný tæki- færi. n Auglýst eftir framboðum til stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins - Með framboðum skulu fylgja helstu upplýsingar um frambjóðanda, s.s. nafn, kennitala, netfang, sími og heimilisfang Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum til stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins. Stjórnarkjör fer fram með rafrænum hætti. - Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal stjórn skipuð þremur konum og þremur körlum og þriggja manna varastjórn skal skipuð minnst einum karli og einni konu. - Að þessu sinni er eitt sæti karls og eitt sæti konu til kjörs í aðalstjórn. Bæði karlar og konur geta því boðið sig fram til aðalstjórnar og varastjórnar að gættum sjónarmiðum um kynjahlutföll. - Allir sjóðfélagar geta boðið sig fram til stjórnar en nánari hæfisskilyrði er að finna í 31. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Framboðsfrestur er til kl. 23:59 þann 22. febrúar 2023. Framboð verða að berast kjörnefnd fyrir lok framboðsfrests til þess að teljast lögleg. Hægt er að senda framboð á netfangið kjornefnd@almenni.is Kjörnefnd Almenna lífeyrissjóðsins, 8. febrúar 2023 Ólafur H. Jónsson, Ingvar Júlíus Baldursson og Lára V. Júlíusdóttir Nánar á: www.almenni.is - Taka skal fram hvort framboð er aðeins til aðalmanns, aðeins til varamanns eða aðalmanns og varamanns til vara - Frambjóðendum verður boðið að kynna sig á vef sjóðsins Nánar um framboð: Fréttablaðið skoðun 138. Febrúar 2023 MIðVIkuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.