Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.02.2023, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 08.02.2023, Qupperneq 32
Merkisatburðir | Þetta gerðist | 8. febrúar 1998 1924 Nevada verður fyrsta ríki bandaríkjanna til að taka mann af lífi með gasi. 1925 Tveir togarar farast á Halamiðum, Leifur heppni og robertson, og með þeim 68 menn. einnig ferst vél- bátur með sex mönnum og fimm manns verða úti. 1935 enskur togari strandar við Svalvogahamra á milli Dýrafjarðar og arnarfjarðar og 14 manna áhöfn hans ferst. 1971 NaSDaQ-hlutabréfamarkaðurinn hefur starfsemi. 1974 Concorde-þota lendir í Keflavík. 1980 Kvikmyndin Veiðiferðin er frumsýnd í reykjavík og á akureyri. Leik- stjóri er andrés Ind- riðason. Þennan dag árið 1998 lést hinn ástsæli rithöfundur, skáld og Nóbelsverðlaunahafi Halldór Kiljan Laxness. Halldór fæddist 23. apríl árið 1902 og er talinn einn helsti íslenski rithöfundur tuttugustu aldar. Hann var sonur Sigríðar Hall- dórsdóttur (f. 1872) og Guðjóns Helgasonar (f. 1870). fyrstu æviárin bjó hann í reykjavík en flutti að Laxnesi í Mosfellssveit árið 1905. aðeins 14 ára gamall fékk hann sína fyrstu grein birta í Morgunblaðinu undir nafninu H.G. Á ferli sínum skrifaði Halldór yfir fimmtíu bækur, blaða- greinar, samdi ljóð, leikrit og fleira. Hann hlaut Nóbelsverð- laun í bókmenntum árið 1955. frá árinu 1945 átti Halldór fast heimili á Gljúfrasteini í Mosfellssveit og haustið 2004 keypti ríkissjóður Gljúfrastein af auði Laxness, ekkju Hall- dórs, og opnaði þar safn til minningar um skáldið. auður gaf safninu innbú þeirra hjóna. Halldór Laxness var tvíkvæntur og eignaðist fjögur börn. n Halldór Laxness lést Skáldsögur 1919 barn náttúrunnar 1924 Undir Helgahnúk 1927 Vefarinn mikli frá Kasmír 1931-32 Salka Valka 1934-35 Sjálfstætt fólk 1937-40 Heimsljós 1943-46 Íslandsklukkan 1948 atómstöðin 1952 Gerpla 1957 brekkukotsannáll 1960 Paradísarheimt 1968 Kristnihald undir Jökli 1970 Innansveitarkronika 1972 Guðsgjafaþula Okkar ástkæri Helgi Daníelsson Lyngheiði 4, Hveragerði, lést á heimili sínu 31. janúar. Bálför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun til starfsfólks blóð- og krabbameinsdeildar, 11 E og G á Landspítala við Hringbraut. Sigrún Sigurðardóttir Auður Ýr Helgadóttir Erlendur Svavarsson Hildur Helgadóttir Ingólfur Bjargmundsson Eggert Þór Ólason Aníta Margrét Aradóttir barnabörn Fimmtán ár eru í dag síðan Fló á skinni var frumsýnt í Sam- komuhúsinu gamla á Akureyri. Eftirvæntingin var mikil og segir í frétt Fréttablaðsins að uppselt hafi verið á 24 fyrstu sýningarnar. Leikhópurinn samanstóð af ungum leikurum í bland við reynslubolta. Jóhannes Haukur Jóhannesson segir það hafi verið stórkostlegt að leika sýninguna enda varla autt sæti. benediktboas@frettabladid.is Hinn kunni gamanleikur George Fey- deau, Fló á skinni, var frumsýndur á þessum degi í Samkomuhúsinu gamla á Akureyri fyrir 15 árum. Alveg eins og sýningarnar sem settar voru upp 1973 og 1989 varð Flóin mjög vinsæl. Uppselt var á fyrstu 24 sýningarnar sem fóru í sölu en María Sigurðardóttir leikstýrði stórum hópi leikara í sviðsetningu á nýrri leikgerð Gísla Rúnars Jónssonar. Flóin var fyrst sýnd hér á landi í leik- hússtjóratíð Vigdísar Finnbogadóttur í Iðnó og gekk þá í þrjú leikár við miklar vinsældir sem má ekki síst þakka leik Gísla Halldórssonar. Velgengni hennar varð til þess að Leikfélag Reykjavíkur réðst aftur í sviðsetningu hennar í Borg- arleikhúsinu. Munu hátt í 70 þúsund gestir hafa séð þessar sýningar. Flóin er eitt margra verka sem George Feydeau skrifaði á hátindi franska borgaralega farsans. Verkið dró dám af tvískinnungi í borgaralegu siðferði á keisaratímanum seinni í Frakklandi en Feydeau var afar snjall byggingarmeist- ari í f léttu blekkinga, misskilnings og feluleiks sem útheimti tiltekinn fjölda útganga í opið rými. Þrettán leikarar tóku þátt í sýning- unni, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, sem þarna var nýút- skrifaður. „Ég man að leikhúsaðsóknin á Akureyri var það gríðarleg að við vorum að leika um sex sýningar í viku og fundum mikinn meðbyr með leik- félaginu og því sem við vorum að gera,“ rifjar hann upp. „Þetta var eins og mastersnám að fara norður að leika. Svo gekk sýningin mjög vel og við komum með hana suður og sýndum hana hér í Reykjavík. Ég man að Árni Tryggvason lék lítið hlutverk og Þráinn heitinn Karlsson á móti honum þannig að við fengum að stíga á svið með gömlu meisturunum og snillingunum – sem var ótrúlega gaman og sérstakt. Eitthvað sem manni þykir vænt um eftir á,“ segir Jóhannes og heldur áfram: „Svo var Randver þarna. Það var æðislegt að hafa hann þarna.“ Hann segir að koma Magnúsar Geirs Þórðarsonar í leikhússtjórastólinn hafi hleypt miklum krafti í starfið. „Ég held að það sé alveg hægt að slá því föstu. Þó að það hafi verið starfsemi þar í marga tugi ára þá færði hann þetta upp á næsta plan hvað varðar metnað. Hann talaði alltaf um að við værum ekki að gera leikhús bara fyrir Akureyringa heldur allt landið. Hann lagði gríðar- legt púður í að gera samninga við flug- félögin og reyndi að fá allan bæinn með í að skapa stemningu og með ferðum norður. Að fara norður á skíði og leikhús og út að borða. Honum tókst vel til eins og dæmin sanna og við fundum vel fyrir því. Þegar við stóðum á sviðinu sex sinn- um í viku og ekki autt sæti í húsinu.“ n Fimmtán ár síðan Fló á skinni var frumsýnt norðan heiða Leikhópurinn sem sýndi fló á skinni samanstóð af reynsluboltum í bland við unga og nýútskrifaða leikara. Mynd/Aðsend Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari. fréttAblAðið/Anton brink Þetta var eins og masters- nám að fara norður að leika. Jóhannes Haukur Jóhannesson 16 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 8. FeBRúAR 2023 mIÐVIKUDaGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.