Fréttablaðið - 08.02.2023, Síða 38
FRÉTTAVAKTIN
KL. 18.30 ALLA VIRKA DAGA
Fréttavaktin býðum landsmönnum upp á
fjölbreytta fréttaumfjöllun í opinni dagskrá.
Úrvalslið fjölmiðlafólks fer yfir fréttayfirlit
dagsins ásamt því að fá til sín góða gesti að
ræða helstu mál líðandi stundar.
Fréttavaktin er á dagskrá alla virka daga á
Hringbraut, dv.is og frettabladid.is
Kvikmyndatónlist Gísla
Galdurs Þorgeirssonar við
hina fádæma vinsælu Villi-
bráð er komin á Spotify þar
sem fuglahljóð ýmiss konar
óma í undirmeðvitund per-
sóna myndarinnar.
toti@frettabladid.is
Fólk streymir enn í bíó á kvikmynd-
ina Villibráð sem var frumsýnd fyrir
nokkrum vikum og leikstjórinn,
Elsa María Jakobsdóttir hefur verið
ausin nánast einróma lofi frá frum-
sýningu snemma í síðasta mánuði.
Góður rómur hefur ekki síður verið
gerður að tónlist Gísla Galdurs Þor-
geirssonar í myndinni sem þykir
bæði styðja myndina og gefa henni
óræða fyllingu.
„Við Elsa María búum bæði hérna
úti í Kaupmannahöfn og þar byrj-
uðum við að pæla í þessu,“ segir Gísli
um kvikmyndatónlistina sem varð
nýlega aðgengileg á Spotify.
Þau sem séð hafa og heyrt vita
að fuglar ýmiss konar gefa tóninn í
Villibráð með söng sínum og kvaki
en Gísli segir þau Elsu hafa verið
með þann náttúrulega undirleik í
huga strax frá upphafi.
Hljóðheimur opnast
„Þetta var alveg hugmynd sem við
vorum að spá í frá byrjun. Fyrst
var þetta kannski bara skemmtileg
pæling og við vorum á tímabili ekk-
ert alveg viss hvort þetta væri bara
fyndin hugmynd eða hvort þetta
myndi ná að bera tónlist myndar-
innar allrar uppi. Þetta er bara svo
ótrúlegur heimur og svo tengdist
þetta náttúrlega bara alltaf meira
því sem var að gerast í myndinni.
Karakterunum og einhvern veginn
þessu innra dýrslega eðli manns-
ins.“
Gísli segist aðspurður, rétt eins
og myndin sjálf, hafa fengið mikil
og góð viðbrögð við tónlistinni.
„Og einmitt frá fólki sem finnst
þetta tala dálítið inn í undirmeð-
vitundina. Músíkin liggur einhvern
veginn þar,“ segir Gísli og bendir á
að hann hafi líka unnið, öðruvísi
þó, með undirmeðvitundina í tón-
list sinni fyrir verkin Ellen B. og
Ex í Þjóðleikhúsinu. „Og stundum
kannski fattarðu ekki hvort það sé
í rauninni eitthvað í gangi eða ekki
en á endanum hefur þetta áhrif á
heildarupplifunina.“
Litlu smáatriðin
Gísli byrjaði að vinna að tónlistinni
með Elsu Maríu í Kaupmannahöfn
og hélt síðan áfram í fjarvinnu þegar
vinna við myndina var í gangi á
Íslandi. Hann hafi síðan komið
mikið að eftirvinnslunni og þeirri
miklu yfirlegu sem þurfti til þess
að saman væru, svo vel væri, hljóð,
þögn, tónlist og mynd.
„Þetta var mikil vinna sem við
unnum líka með hljóðmanninum
af því það er svo mikið um þagnir í
myndinni og við þurftum einhvern
veginn að láta þetta flæða rétt. Það
eru öll þessi litlu smáatriði sem mér
finnst samt einhvern veginn skipta
rosalega miklu máli fyrir lokaút-
komuna,“ segir Gísli um tímafreka
fínpússninguna. „Það var hellings
vinna að finna réttu staðina og
pásur til þess að þetta virkaði.“
Íslenskur veruleiki heillar
Ekki þarf að hafa mörg orð um að
allt virkaði þetta og gekk upp eins
og vinsældir myndarinnar staðfesta.
„Það er alveg ótrúlega skemmti-
legt að þetta hafi einhvern veginn
farið svona vel,“ segir Gísli um hina
almennu ánægju með Villibráð.
„Ég var ekki alveg að búast við að
þetta yrði svona mikil bomba en ég
held líka einhvern veginn að það
sé kominn tími á aðeins öðruvísi
myndir sem kannski tala bara meira
inn í íslenskan veruleika. Fílingur-
inn er einhvern veginn smá eins
og fólk sé til í það,“ segir Gísli með
vísan til alíslenskrar staðfæringar
grunnsögu ítölsku myndarinnar
Perfetti sconosciuti í handriti Elsu
Maríu og Tyrfings Tyrfingssonar. n
Fuglar birtu Gísla galdurinn
í undirvitund Villibráðar
Gísli Galdur elti fuglahljóð ofan í undirmeðvitund Villibráðarinnar. Mynd/Aðsend
Söngur Villibráðarinnar
á Spotify
1. Villibráð
2. Gæsin
3. Hrossagaukur og fugla-
orgían
4. Vesturbær
5. Lundarokk
6. Hestur hneggjar
7. Eldgos
8. Þú ert að fara heim
9. Gæsin og Dauðinn
toti@frettabladid.is
Á þessari síðu blaðsins í gær var
því, ranglega að sjálfsögðu, slegið
fram að kráka hefði átt óvænta en
tilkomumikla innkomu í nýju tón-
listarmyndbandi með píanóleik
Víkings Heiðars Ólafssonar á Ave
María eftir Sigvalda Kaldalóns.
Þarna var vitaskuld um hrafn að
ræða þar sem krákan er afar sjald-
séður f lækingur á Íslandi og litlar
sem engar sögur fara af slíkum með
heimilisfesti hérna og er Engey,
þar sem tónlistarmyndbandið var
tekið upp, vitaskuld engin undan-
tekning.
Svo bergnumdir voru þó bæði
leikstjóri myndbandsins, Erlendur
Sveinsson, og blaðamaðurinn af
f lugi krumma yfir höfuð píanó-
leikarans að þeim varð tíðrætt um
kráku þannig að þótt margt sé líkt
með skyldum af ætt hröfnunga varð
krummi, að ósekju, kráka.
Tónvísi krumminn úti í Engey,
fuglavinir og öll önnur sem þetta
glannalega ranghermi kom í opna
skjöldu eru beðin velvirðingar á rugl-
ingnum sem leiðréttist hér með. n
Ekki er krummi kráka nema síður sé
Hrafninn flýgur en sitjandi kráka sveltur fjarri Íslands ströndum. Mynd/Aðsend
Leiðrétting
22 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 8. FEBRúAR 2023
MiðViKUDAGUR