Fréttablaðið - 08.02.2023, Page 40

Fréttablaðið - 08.02.2023, Page 40
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 bakþankar | Verðbólgumarkmið Seðla- bankans eru að eðli ekki ósvipuð mínum þyngdarmarkmiðum. Þetta kemur ekki á óvart því fyrir liggur að ég ber ábyrgð á hvoru tveggja, eðlilega á eigin þyngd en einnig verðbólgunni eins og annar ótíndur almenningur. Í báðum tilvikum eru sett mark- mið sem mögulega eru ekki beint raunhæf en ég hef tekið eftir því að árangur minn í þyngdar- og verðbólgustjórnun helst í hendur á tímaás. Til dæmis var ég í góðum málum til ársins 2018 en þá um sumarið byrjaði aðeins að halla undan fæti; nokkur kíló og smá verðbólguskrið. Ég náði tökum á þessu haustið árið eftir, en frá vori 2020 er ég í ruglinu. Ég er sumsé eitthvað frá þyngd- armarkmiðum mínum, þó ég borði hollt, hreyfi mig og skamm- ist í sjálfri mér reglulega. Samt safnast kílóin. Ég viðurkenni að hafa gefið út óraunhæfar spár um aðlögun að þyngdarmarkmiðinu en það hefur helst gerst í mát- unarklefum fataverslana. Síðustu 60 mánuði hef ég þannig verið um það bil 4–5 prósentum frá markmiðum mínum í að minnsta kosti 45 mánuði. Ekki gott. Þegar kemur að verðbólgu- stjórnun er ég lengra frá mark- miðinu, þó að vextir séu upp úr öllu valdi og ég skammist í sjálfri mér daglega. Samt vex verð- bólgan. Ég hef ekki gefið út spár, við erum með sérstofnun í því, en þær eru jafnáreiðanlegar og mátunarklefaspárnar mínar. Í 10 af 60 mánuðum hefur þetta verið viðunandi hjá mér. Í 50 mánuði hefur markmiðið ekki náðst og nú er svo komið að við erum engin 4 prósent fram úr mark- miðum heldur fjórfalt! Afsakið. n Markmið Önnu Sigrúnar Baldursdóttur Lífið er að muna að febrúar er oftast bara 28 dagar Lífið er ... að mæta því óvænta Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.