Fréttablaðið - 10.02.2023, Side 2

Fréttablaðið - 10.02.2023, Side 2
ser@frettabladid.is LÖGREGLumáL Tilkynntum nauðg­ unum fækkaði um meira en fjöru­ tíu prósent á tímum samkomu­ takmarkana árið 2020, miðað við meðaltal áranna 2018 til 2019, en krár og skemmtistaðir voru þá ein­ att lokuð snemma nætur. Þetta kom fram í máli Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislög­ reglustjóra sem var með framsögu á Forvarnaráðstefnu VÍS í Hörpu í vikunni. Alls voru skráðar 114 nauðganir hjá lögreglunni það ár, en meðal­ talið á fyrrnefndu árabili var 201. Að sögn Sigríðar Bjarkar tók skráðum nauðgunum svo að fjölga strax þegar slakað var á samkomu­ takmörkunum. Samkvæmt tölum frá ríkislög­ reglustjóra á meginþorri tilkynntra nauðgana til lögreglu sér stað um helgar, frá föstudegi til sunnudags – og þá sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn. n Skráðum nauðgunum fjölgaði strax þegar slakað var á samkomu- takmörkunum. Útlendingafrumvarpið Atkvæðagreiðsla fór fram um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Var frumvarpinu síðan vísað aftur til nefndar áður en það fer til þriðju umræðu á þingi. Hér sjást ráðherrar ríkisstjórnarinnar með eftirvæntingu í augum á meðan á atkvæðagreiðslunni stendur. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Svonefndir hjartahlauparar sem tengjast neyðarlínunni og appi ef upp kemur mögu­ legt hjartaáfall koma til aðstoðar ef þeir eru nærri. svavamarin@frettabladid.is HEiLbRiGðismáL Grethe Thomas, hjúkrunarfræðingur og verkefna­ stýra hjá TrygFonden í Danmörku, hélt fyrirlestur um verkefnið Hjartahlauparar á árlegri forvarna­ ráðstefnu VÍS í Hörpu á dögunum. Hún segir frá þeirri framför sem hefur orðið á síðustu tuttugu árum í Danmörku með herferðum til að láta fólk vera óhrætt við að bregðast við og aðstoða ef einhver í nærum­ hverfi þess fær hjartaáfall. „Á síðustu 20 árum hefur verið reynt að breyta samfélagslegri hugsun með því að hvetja fólk til að vera óhrætt við að beita skyndi­ hjálp ef upp koma hjartaáföll í návist þeirra. Í byrjun voru aðeins um tuttugu prósent einstaklinga sem þorðu að aðstoða, en með her­ ferðunum hækkaði prósentan í 79,“ segir Grethe og heldur áfram: „Við sögðum við Danina: just do it. Maður þarf ekki að vera hræddur heldur bara ráðist í verkið. Þú getur ekki gert neitt vitlaust því að ein­ staklingurinn deyr ef þú gerir ekki neitt.“ Þess má geta að aðeins tuttugu prósent þeirra sem fá hjartaáfall utan sjúkrahúss á Íslandi lifa af, líkt og var áður í Danmörku. Árið 2017 var appið Hjartahlaup­ arar sett á laggirnar sem býður Dönum upp á að skrá sig til að hlaupa til og aðstoða ef upp kemur grunur um mögulegt hjartaáfall hjá einstaklingi í nokkurra kílómetra radíus frá þeim. Hægt er að sjá á korti í appi hvar næsta hjartastuðtæki er staðsett. Grethe segir þann sem fyrstur sé á staðinn hringja í neyðarlínu. Þaðan séu send skilaboð á 20 hjartahlaup­ ara á svæðinu. „Mikilvægast er að hjartahlaupari sé með hjartastuðtæki meðferðis til að halda einstaklingnum á lífi þar til fagaðilar koma á staðinn. Þess má geta að hjartahlaupari er oft mun fyrri til að koma einstaklingi til bjargar en sjúkraflutningamenn til dæmis, sem gerir hlutverk hjarta­ hlauparans afar mikilvægt,“ segir Grethe. Að sögn Grethe er einfalt hjarta­ hnoð ekki nóg til að halda fólki á lífi þar sem biðin eftir sjúkrabíl sé löng. „Það koma vanalega um það bil fimm hjartahlauparar á svæðið en þeir fara allir í mismunandi hlut­ verk hverju sinni. Það var eitthvað sem við sáum ekki fyrir í byrjun. Einhverjar sinna börnum, nákomn­ um eða jafnvel hundinum,“ segir Grethe. Fjöldi hjartahlaupara jók st gríðarlega eftir að knattspyrnu­ maðurinn Christian Eriksen fékk hjartaáfall í landsleik. Grethe segir það ekki hafa verið hjartahlaupara sem var fyrstur á vettvang í hans tilfelli en Hjartahlauparaverkefnið hafi þó við það fengið töluverða athygli vegna atviksins. „Nánast allir Danir og alheimur­ inn urðu vitni að því þegar Eriksen var endurlífgaður á aðeins tíu mín­ útum. Það sýnir okkur að skjót við­ brögð með hjartahnoði og stuðtæki bjargar mannslífum.“ n Danskir hjartahlauparar til reiðu og bjarga lífi margra Grethe Thomas, verkefnastýra hjá TrygFonden „Takk fyrir að sýna okkur að krabbamein er ekki dauðadómur“ lifidernuna.is Kolluna upp fyrir mig og vinkonu mína! Flestar nauðganir eftir miðnætti Vakning varð er lífi Christian Eriksen var bjargað í landsleik. Fréttablaðið/getty gar@frettabladid.is NáttúRa Vakir sem myndast hafa í Öskjuvatni geta aðeins verið útskýrðar með auknum jarðhita. Þetta kom fram í gærkvöldi á Facebook­síðu Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands. „Eins og sjá mátti á myndum, birtum fyrr í dag [í gær] frá Sentinel tungli ESA, þá eru vakir í ís Öskju­ vatns af brigðilega stórar,“ segir í færslunni. Því hafi verið teknar saman myndir aftur til ársins 2016. „Á þessu átta ára tímabili kemur skýrt fram að vakirnar sem komu fram í gær [í fyrradag] eru stórar og geta bara verið útskýrðar með auknum jarðhita í vatninu,“ segir í færslunni. Þetta sé í takt við þau ummerki sem mælst hafi, landris og skjálfta. „Það er því vert að vera vel vakandi hvað Öskju varðar þessa dagana.“ Fram kemur að jarðhitainnslag hafi orðið á bilinu 25. janúar til 8. febrúar. „Við fylgjumst með,“ skrifa vís­ indamennirnir. n Afbrigðilegar vakir sjást á Öskjuvatni Askja er þekkt eldstöð. Fréttablaðið/getty 2 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 10. FeBRúAR 2023 FÖStUDAGUr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.