Fréttablaðið - 10.02.2023, Síða 4

Fréttablaðið - 10.02.2023, Síða 4
Kári Stefánsson segist fagna nýjum megrunarlyfjum sem tífaldast hafa í notkun hér á landi. Hann segir Samtök um líkamsvirðingu úti í mýri í umræðunni um lyfin og segir offitu stærsta heilbrigðis­ vandamál samtímans. odduraevar@frettabladid.is Heilbrigðismál „Þetta er alveg furðulegt viðtal í Fréttablaðinu því að það ber öllum saman um að offita sé mesta heilbrigðisvanda­ mál í vestrænum samfélögum,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um ummæli næringarfræðingsins Vil­ borgar Kolbrúnar Vilmundardóttur, stjórnarkonu í Samtökum um lík­ amsvirðingu. Vilborg sagði í viðtali á vef Frétta­ blaðsins að vísindaleg rök styddu ekki skilgreiningu á offitu sem sjúkdómi og notkun megrunarlyfja á borð við Ozempic og Saxenda gegn henni, en notkun þeirra hér á landi hefur tífaldast á örfáum árum. „Offitu fylgir gífurlega aukin hætta á hjartabilun, lifrarskemmd­ um, sykursýki fullorðinna, kæfi­ svefni, slitgigt hjá ungu fólki og alls konar krabbameinum. Það sem meira er, að það er bókstaflega línu­ legt samband milli offitunnar og þeirra mælikvarða sem eru notaðir á offitu og hættunnar af þessum sjúk­ dómum. Þannig að það fylgir þessu gífurleg áhætta.“ Kári segir að búið sé að sýna fram á með hjáveituaðgerðum að það að léttast auki lífslíkur. „Það er bókstaf­ lega búið að sýna fram á að það fólk sem hefur komist burt úr þessari offitu með róttækum aðgerðum, að það lengir líf umtalsvert,“ segir Kári. „Þannig að þessar staðhæfingar hjá stjórnarmeðlimnum, hún segist hafa fylgst vel með en ég veit ekki hvað hún hefur lesið, því hún er alveg gjörsamlega úti í mýri þegar að þessu kemur.“ Hann segir lyfin létta fólk á mark­ tækan hátt. Línulegt samband sé milli þyngdartapsins og minnkunar á hættunni af öllum fyrrnefndum sjúkdómum. „Svo hvernig í ósköpunum get­ urðu komist að þeirri niðurstöðu að vísindin sýni fram á að það sé vit­ laust að grípa til aðgerða? Lyfin sem hún er að henda skít í eru íhalds­ samari leiðin til þess að takast á við þetta.“ Bendir Kári í því samhengi á að þúsund manns fari í hjáveituað­ gerðir hér á landi á hverju ári og segir hann það auka lífsgæði fólks og heilsu. „Það er algjör firra að halda því fram að ef einhver segir við þig að heilsu þinni steðji hætta af offitu þinni sé þar með verið að sýna þér litla virðingu,“ segir Kári. Til að spara olíu þyrfti að flytja alla íbúa til Reykjavíkur. Hvernig í ósköpunum geturðu komist að þeirri niðurstöðu að vísindin sýni fram á að það sé vitlaust að grípa til aðgerða? Kári Stefáns- son, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar kristinnhaukur@frettabladid.is vísindi Ísland, ásamt ríkjum Eyjaálfu, er talið það ríki sem best myndi þola kjarnorkuvetur sam­ kvæmt nýrri rannsókn vísinda­ manna við Otago­háskóla í Duned­ in á Nýja­Sjálandi. Rannsóknin var birt í tímaritinu Risk Analysis. Samkvæmt rannsókninni eru Ísland, Ástralía, Nýja­Sjáland, Sal­ ómonseyjar og Vanúatú þau lönd sem hafa mesta getu til að fram­ leiða matvæli handa íbúum sínum eftir kjarnorkuvetur þar sem draga myndi úr sólarljósi. Það sama á við um sambærilega atburði, svo sem árekstur jarðar við stóran loftstein eða af leiðingar risaeldgoss. Ekki nóg með það, þá hefði Ísland getu til þess að fæða 1,4 milljónir manna aukalega. Ýmsir aðrir þættir voru kann­ aðir, svo sem framleiðslugeta, sam­ göngur, fjarskipti, orkuvinnsla, heil­ brigðisþjónusta og geta til að hamla smitsjúkdómum, fjarlægð frá geisla­ virkni og umhverfisleg áhrif. „Íbúar Íslands eru vel mennt­ aðir, hefur gnægð af fiskafurðum og stærstur hluti raforkuvinnslu kemur úr vatnsaflsvirkjunum,“ segir í rannsókninni. Yrðu áhrif kjarn­ orkuveturs langtum minni hér en á meginlandi Evrópu. Sem meðlimur í NATO gæti Ísland hins vegar orðið skotmark kjarn­ orkuvopna í átökum. Þá er einnig hætta af stórum eldgosum hér, eins og í Lakagígum árið 1783. Það vinnur einnig gegn Íslandi að öll olía sé innflutt. En hún sé hins vegar nær aðeins notuð til vega­ samgangna og hægt væri að minnka skaðann með því að flytja alla íbúa til Reykjavíkur. Sú olía sem fengist yrði notuð á skipin. Gert er ráð fyrir að efnahagur­ inn myndi versna, innf lutningur minnka og innviðir grotna niður. Nálægð við Ameríku, Bretland og Evrópu er hins vegar talin kostur. „Ef þessi lönd verða ekki lögð í rúst vegna styrjaldar, hungursneyðar og samfélagslegs hruns,“ segir í rann­ sókninni. n Slyppum skást við kjarnorkuvetur v Finnur þú á flugi í Fréttablaðinu? www.frettabladid.is/lifid/playleikur Offita er víst sjúkdómur segir Kári Hann nefnir sem dæmi að ein­ staklingur sem sé 35 til 40 ára gam­ all og of feitur sé í svipaðri hættu á að fá alls konar sjúkdóma og Kári sjálfur. „Eins og ég, gamli maðurinn, því það er með ellina eins og offituna að henni fylgir aukin áhætta á alls konar sjúkdómum, meðal annars hjartabilun, kransæðastíf lu, alls konar krabbameinum, sykursýki og svo framvegis,“ segir Kári. „Það er enginn að segja að ég eigi minni virðingu skilið vegna þess að ég er í meiri hættu á hinum og þess­ um sjúkdómum, mér finnst fólk vera farið að ruglast dálítið í hovedet.“ Aðspurður segir Kári að sér finnist vitlaust að í því felist einhver van­ virðing að viðurkenna þá staðreynd að það sé ekki gott fyrir heilsuna að vera feitur. „Það eru engin ný vísindi, þetta hafa menn alltaf vitað.“ n Nánar á frettabladid.is gar@frettabladid.is fjölmiðlar „Með þessu samstarfi við Fréttablaðið finnst okkur í Krónunni við slá tvær flugur í einu höggi,“ segir Daði Guðjónsson, markaðsstjóri Krónunnar. Nú er hægt að nálgast Fréttablað­ ið í verslunum Krónunnar á höfuð­ borgarsvæðinu, í Reykjanesbæ og Akranesi. Innan skamms mun blað­ ið einnig liggja frammi í Krónunni á Akureyri, Selfossi, Hvolsvelli og í Þorlákshöfn. „Ekki aðeins teljum við mikil­ vægt að styðja við frjálsa fjölmiðla á Íslandi með fjölbreyttum hætti heldur er þetta jafnframt aukin þjónusta við viðskiptavini okkar,“ segir Daði Guðjónsson. „Við viljum spara fólki sporin og sjá til þess að viðskiptavinir geti nálgast allt sem þeir þurfa á einum stað. Það að geta gripið með sér Fréttablaðið í næstu Krónuverslun er algjörlega í þeim anda.“ Jón Þórisson, forstjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, segir dreifingu blaðsins hafa styrkst dag frá degi það sem af er ári. „Og það er mikið fagnaðarefni að eins öflug verslanakeðja og Krónan hafi nú slegist í hóp þeirra fjölmörgu staða þar sem blaðið er á boðstólum. Í því felst aukinn styrkur Fréttablaðsins,“ segir hann. n Fréttablaðið nú í Krónunni sem slær tvær flugur í einu höggi Daði Guðjóns- son, markaðs- stjóri Krónunnar Í Krónunni á Granda í gær. Fréttablaðið/Valli Notkun megr­ unarlyfja á borð við Ozem­ pic og Saxenda hefur tífaldast hér á landi á örfáum árum. Fréttablaðið/ Getty kristinnpall@frettabladid.is vesturbyggð Bæjarráð Vestur­ byggðar vill að vegurinn um Raknadalshlíð verði vaktaður hjá ofanf lóðavakt Veðurstofunnarog að reynt verði að verja vegfarendur fyrir snjóflóðahættu. Í bókun segir að í Raknadalshlíð sé mikil snjóflóðahætta. Síðast féll snjóflóð úr Deildargili á Raknadals­ hlíð 20. janúar síðastliðinn. Þrátt fyrir það fari skólabíll alla virka daga með börn á leiðinni í Patreks­ skóla undir hlíðina sem sé ekki vöktuð af Veðurstofu og litlar sem engar varnir séu til staðar. Því sé einnig þörf á að skoða möguleikann á því að finna veg­ inum nýtt vegstæði. n Vakta þarf veg um Raknadalshlíð Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar gar@frettabladid.is bandaríkin Fylgismaður Donalds Trump sem braut sér leið inn í þing­ hús Bandaríkjanna í janúar 2021 var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi. Hinn 53 ára Kevin Seefried sagð­ ist sjá eftir öllu.  Sonur hans var í fyrra dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hindra störf þingsins. n Í fangelsi vegna árásar á þingið 4 FRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 10. FeBRúAR 2023 FÖStUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.