Fréttablaðið - 10.02.2023, Síða 10

Fréttablaðið - 10.02.2023, Síða 10
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is halldór Frá degi til dags Ætli íslenskri þjóð sé ekki bara farið að þykja dulítið vænt um spillinguna sína? Ríkis­ stjórnin hætti við gjaldtöku á sjókvía­ eldi í lok síðasta árs. Guðmundur Gunnarsson ggunnars @frettabladid.is Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu sjókvíaeldis hér á landi er enginn skemmtilestur. Þar afhjúpast með skýrum hætti hvernig ekki á að byggja upp nýja atvinnugrein: fyrirtækin ráða ferð- inni og stjórnvöld fylgja í kjölfarið alltaf nokkrum skrefum á eftir. Þannig næst hvorki að byggja upp traust eftirlit með atvinnugreininni og ekki heldur að byggja ákvarðanir um nýtingu á haldbærum vís- indarannsóknum. Og þannig næst ekki að tryggja fyrir fram eðlilega gjaldtöku af rekstraraðilum í sjókvíaeldi. Úr skýrslunni má einnig lesa einbeittan vilja fyrr- verandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins til þess að aðlaga lagasetningu og reglugerðir óskum rekstraraðila og lobbíista frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Samkrull Sjálfstæðisflokksins og útgerðarinnar virðist vera fasti í íslenskum stjórn- málum og hagsmunagæsla f lokksins fyrir hönd rekstraraðilanna er grímulaus. Það er í sjálfu sér ekki við fyrirtækin að sakast því þau fara eins langt og lög og reglur leyfa þeim. En það er algerlega óviðunandi að ráðuneyti og stofnanir þess sinni ekki þeirri skyldu sinni að innleiða löggjöf með full- nægjandi hætti og láti undir höfuð leggjast að afla fjár til eftirlits og nauðsynlegra rannsókna. Um það fjallar stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Sveitastjórnarfólk í héraði segir fátt koma á óvart í skýrslunni. Það hafi oft vakið athygli á losaralegri stjórnsýslu og tilfinnanlegum skorti á eftirliti með sjókvíaeldinu. Einnig hefur margsinnis verið bent á að sveitarfélög hafi litlar beinar tekjur af starf- seminni. Ofan á þetta bætist sú staðreynd að ríkis- stjórnin hætti við áform sín um að taka fyrsta skref í átt til gjaldtöku við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023. Úthlutun sameiginlegra gæða án endurgjalds er því miður reglan hér á landi og í sjókvíaeldinu hafa ráðherrar hvorki nýtt heimildir í lögum til gjaldtöku á atvinnugreinina né til að þess að bjóða út eldissvæðin. En gæðanna njóta án nokkurs vafa norsku fiskeldisrisarnir þrír sem hér starfa. n Sjókvíaeldi með íslenska laginu Þórunn Svein- bjarnardóttir formaður stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis benediktboas@frettabladid.is Litlu lömbin þagna Píratar luku loks málþófi sínu um útlendingafrumvarpið og ákváðu að senda frá sér frétta- tilkynningu þess efnis. Það er eins og að senda frá sér tilkynn- ingu um að einhver hefði fengið sér kaffi. Af hverju er það ekki gert? Fréttatilkynning um að Andrés Ingi Jónsson, þing- maður Pírata, hafi fengið sér kaffi og jafnvel sykur út í. Það yrði reyndar ekki í fyrsta sinn né annað sem Píratar myndu senda eitthvað óáhugavert frá sér. Fréttatilkynningin taldi rétt rúmlega milljón og fimmtíu þúsund orð og var því nánast eins löng og allar ræður þeirra um útlendingafrumvarpið. Vissu ekki betur Samt tókst Pírötum að troða inn í þessa tilkynningu að enginn hefði mætt gagnrýni flokksins með málefnalegum hætti. Sögðu að meirihlutinn hefði jafnvel kveinkað sér yfir meintu málþófi og talað um að flokkurinn hefði tekið þingið í gíslingu. Þar hefur reyndar meirihlutinn rétt fyrir sér. Það er stundum sagt í blaða- mennsku að ef viðkomandi getur ekki útskýrt sitt mál í þremur setningum þá skilji við- komandi ekki hvað verið sé að skrifa um. Píratar voru svolítið á þeirri hillu. Það var eins og þeir skildu ekki málið og bull- uðu bara. Í rosalega mörgum orðum. Eins og fréttatilkynn- ingin bendir til. n ÍÞRÓTTAVIKAN MEÐ BENNA BÓ FÖSTUDAGA KL. 21.00 Þótt hvergi sé minnst berum orðum á spillingu í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, þá er hún þarna samt. Svo bersýnileg að hún bókstaflega lekur af öllum hundrað fjörutíu og tveimur blaðsíðunum. Eins og grútur. Með til- heyrandi óþef. Ætli íslenskri þjóð sé ekki bara farið að þykja dulítið vænt um spillinguna sína? Sem loðir við sameiginlegar auðlindir landsmanna eins og myglusveppur. Það sem er reyndar merkilegast í þessu nýjasta spillingarútspili okkar Íslendinga er að sjá skítinn skjóta upp kollinum svona hratt og vel. Svo að segja í rauntíma. Það er hressandi, því það þýðir að fólkið sem ber ábyrgð á öllu sukkinu situr enn í sömu stól- unum. Svona fyrir utan þá sem hafa þegar fært sig yfir á launaskrá auðmannanna sem fengu þá til verksins. Öldungis ánægðir með afraksturinn. Einhverjum kann að finnast leiðarahöfundur fara full gassalega í fullyrðingar í þessum efnum. En þá er því til að svara að sá sem hér ritar byggir fullyrðingar sínar ekki bara á lestri einnar skýrslu. Svo vill til að ég var í hringiðu þeirra atburða sem lýst er í skýrslunni. Ekkert af því sem þar stendur er nýtt eða óvænt fyrir mér. Þetta liggur allt ljóst fyrir vegna þess að ég horfði upp á þræðina teiknast upp fyrir framan mig. Sat við borðið þegar handónýtri lagaum- gjörðinni var troðið ofan í kokið á fiskeldissam- félögunum. Af fólki sem vissi nákvæmlega hvað það var að gera. Svo sat ég líka alla fundina. Heyrði fagurgal- ann um mikilvægi þess að ávinningurinn yrði eftir hjá fólkinu. Í samfélögunum. Sem varð svo auðvitað ekkert raunin. Þegar allt kom til alls og kjörnir fulltrúar, sem töluðu svo digurbarkalega um samfélögin, hurfu aftur ofan í rassvasa gírugra auðmanna. Eins og þeirra er siður. Þannig er sagan og þannig gerðist þetta. Eða hvernig heldur fólk annars að önnur eins endemis vitleysa verði til? Heldur fólk að svona ósómi stafi af penna sem rennur aðeins til í blekinu? Eða að hending ein ráði því að rentan af auðlindum þjóðarinnar skuli alltaf enda í hjólbörum sömu auðmannanna, fremur en hjá þjóðinni? Aldeilis ekki. Spilling er það og spilling skal það heita. Það er það sem ríkisendurskoðandi er að reyna að segja okkur með þessari skýrslu. Í löngu og ítarlegu máli. En eigum við svo nokkuð að vera að gera eitthvað mál úr þessu? Er þetta ekki bara sama gamla íslenska sagan? Þar sem sérhagsmunir trompa almannahags- muni. Sem oftast og sem víðast. n Spilling er það 10 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 10. FeBRúAR 2023 FÖsTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.