Fréttablaðið - 10.02.2023, Side 13

Fréttablaðið - 10.02.2023, Side 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT Austurmörk 21 • 810 Hveragerði Hornsteinn 60 ára afmælissýning 11/02 – 20/08 2023 FÖSTUDAGUR 10. febrúar 2023 Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Jóhanna B. Magnúsdóttir garðyrkju- fræðingur sér um fræðsluna. starri@frettabladid.is Boðið verður upp á fræðslu um ræktun matjurta og fræskipti- markað að henni lokinni í Borgar- bókasafninu Sólheimum í Reykja- vík á morgun, 11. febrúar. Þar mun Jóhanna B. Magnúsdóttir garð- yrkjufræðingur fjalla um ræktun- aráætlun matjurta, sáningu og forræktun mismunandi tegunda, vaxtarrými og jarðveg í beðum. „Það er alls ekki nauðsynlegt að eiga garð til að rækja grænmeti. Á svölum og pöllum sem snúa í sólarátt er hægt að rækta ýmislegt, til dæmis salat, steinselju, spínat, baunir, grænkál og jafnvel kúrbít. Einnig kryddjurtir, svo sem salvíu, kóríander, dill og timjan,“ segir Jóhanna. Skipst á fræjum Ræktendur kannast flestir vel við að sitja uppi með slatta af fræjum sem vilja fara forgörðum. „Ef við ætlum að rækta tíu plöntur af blómkáli er gott að deila restinni af fræjunum með öðrum, enda eru um 100 til 150 fræ í pokanum. Reyndar má geyma flest fræ milli ára en kosturinn við að taka þátt í fræskiptimarkaði er ekki síst félags- skapurinn enda gaman að hitta fólk með sömu áhugamál og við sjálf.“ Fræðslan hefst klukkan 11 og fræ- skiptimarkaðinum lýkur klukkan 15 en stendur út vikuna, eða til 18. febrúar. n Nánari upplýsingar á borgarboka- safn.is, undir viðburðir. Fræðsla um ræktun matjurta Magnús Jóhann Ragnarsson píanóleikari og söngkonan GDRN flytja íslenskar tónlistarperlur í Hörpu á morgun laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Taumlaus tónlistarsköpun í kortunum Magnús Jóhann Ragnarsson píanóleikari hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Undanfarnar vikur hefur hann leitt Idol-hljómsveitina í samnefndum þáttum. Á morgun flytja hann og GDRN lög af plötu sinni, Tíu íslensk sönglög, í Hörpu og ný plata er væntanleg frá honum. 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.